Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 137
B Ú N A Ð A R R I T
13T.
vart nágrönnum vorum heldur en vér gerðum þá. Á
þessari öld hefir búnaður vor þroskazt og tekið mikl-
um breytingum frá því sem áður var, og sem hann
hafði verið í nær 1000 ár. í þessu efni skal hent á
nokkur atriði.
Um aldamótin var allur búnaðarfélagsskapur
dreifður og athafnalítill. Nú eru búnaðarfélög í öllum
sveitum iands vors, sem aftur hafa skipað sér í bún-
aðarsambönd, sem öll eru í Búnaðarfél. íslands, sem er
miðstöð alls búnaðarfélagsskapar i landi voru. Skipu-
lag þessa félagsskapar er gott, og með sjálfstæðum og
framsæknum bændum, með handleiðslu víðsýnna og
búnaðarfróðra foringja getur þessi félagsskapur unn-
ið stórmikið til heilla fyrir þjóðfélagið.
Stjórnarvöld vor hat'a fyrst á þessari öld viður-
kennt og skilið þýðingu búnaðarins og ræktunar lands-
ins. Þetta kemur fram í ýmsum lagaákvæðum, sem
sett hafa verið um þessi efni, svo sem Bændaskóla-
lögunum, Jarðræktarlögunum, Ræktunarsjóðslögun-
um, Byggingar- og landnámssjóðslögunum, Sand-
græðslulögum, Áveitulögum o. 11. Ljósast kcmur þetta
þó fram í hinum stórkostlega auknu fjárveit. til ýmsra
umbóta. Um þetta verður þó eigi rætt nánar að sinni.
Þegar svo er litið til hinna venjulegu ræktunar- og
umbótastarfa eru breytingarnar miklar. Um aldamót
var framræsla sjaldséð, og aðeins örfáum mýrarblett-
um var þá farið að breyta í tún. Nú er þetta að verða
altítt, og stórum mýrasvæðum, einkum í nánd við
kauptún, er nú breytt í grösug tún og garða. Um alda-
mót var jarðvinnslan mest framkvæmd með handafli,
á fáum stöðum plægt með hestum. Þetta kostaði mikið
vinnuafl og var seinlegt. Nú höfum vér fengið góð hesta-
verkfæri, og sem mestu munar, nýtízku jarðvinnslu-
vélar, sem eru mjög fljótvirkar við jarðvinnsluna.
Notkun tilbúins áburðar var hér óþekkt um alda-
mót og áburðarhús fátíð. Nú þekkist notkun tilbúins