Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 138
132
B Ú N A Ð A R R I T
áburðar nær á hverju heimili og víða er búið að byggja
áburðarhús. Um aldamót var þaksléttuaðferðin nær
eingöngu notuð við sléttun í túnum og á órælctuðu
landi. Nú er hún að hverfa úr sögunni, en grasfræ-
sáning og grasfræsléttun að koma í staðinn.
Áveiturnar eru stórfeldar undirbúningsumbætur til
ræktunar landsins.
Garðyrkja var hér lítil um aldamót, aðallega jarð-
epli og ról'ur. Þetta hefir tekið miklurn breytingum.
Jarðepla- og rófnaræktun aukist, kál og ýmsar aðrar
garðjurtir er víða farið að rækta, og tré og runnar
gróðursett kringum liús og bæi, sem vart sást áður.
Þá er gróðrarskálaræktunin ný, en gefur miklar von-
ír um framtíðarmöguleika.
Þá hafa og byggingar á sveitabýlum tekið miklum
umbótum. Samvinnufélagsskapurinn færst í aukana,
lcomið upp ágætum slátur- og frystihúsum og rjóma-
og mjólkurbúum, og ýmislegt hefir verið gert sem ger-
ir aðstöðu bænda hagfeldari en áður, t. d. vega og
símanet það, sem nú er húið að leggja víðsvegar um
land, svo og útvarpið.
Að síðustu má benda á nýjar búnaðargreinar, sem
nú eru að koma til sögunnar, svo sem alifugla-, svína-
<og loðdýrarælct. Fiskiklak getur og haft mikla þýðingu.
Þessar breytingar og nýju starfshættir, sem nú hefir
verið bent á, eru að sjálfsögðu eigi neitt stórfeldar, og
við þær loða ýmsir gallar, sem reynslan kennir manni
að sneiða hjá. En frá því sem áður var eru hér stigin
allmörg framfaraspor, sum lítil, önnur stærri.
Þeir, sem nú starfa, verða að stæklca og fjölga þess-
um sporum, gera þau gleggri, svo öllum verði Ijóst
hvert ber að stefna.
Nú steðjar að umbóta- og breytingaöld á öllum svið-
um þjóðlífs vors. Hin unga, mennlaða og hrausta lcyn-
slóð á að fylkja sér um þær stefnur og verkefni, sem
ætla má að horfi þjóð vorri mest til heilla, og ef að