Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 148
142
BÚNAÐARRIT
júní 1933. Landið er svo tekið eignarnámi 22. júlí s. á.
eftir dómsúrskurði sýslumannsins í Rangárvallasýslu,
dags. 5. júlí 1933.
Þetta er eina landið, sem tekið hefir verið eignar-
námi vegna sangræðslunnar.
í maí og júní 1933 fór ég á sandgræðslustöðvarnar
í Árnessýslu og Rangárvallasýslu, sá um viðgerð á
girðingum, sáningu og annað, sem nauðsynlegt var
og gera þurfti. Girðingarefni útvegaði ég, annaðist um
flutninga á því til þeirra staða, sem það var notað.
21. júní fór ég austur í Vík í Mýrdal, til þess að at-
huga sandfok þar, mæla fyrir girðingu og görðum, og
útvega efni til girðingar, sem var þar sett, ráða menn
til vinnu og ráðstafa öðru því, sem með þurfti.
Seinni partinn af júlí og ágúst-mánuði, var unnið að
girðingum og görðum á sandgræðslu-svæðinu við
Skarðsfjall, sem girt var, og áður er getið.
í september var safnað melfræi, gert að girðingum
og fleira, sem með þurfti fyrir veturinn. Heim til
Hafnarfjarðar kom ég 30. september.
7. maí 1934 fór ég austur í Vík í Mýrdal, til þess að
sjá um sáningu þar. Eftir það leit ég eftir sand-
græðslugirðingunum í Árnessýslu og Rangárvalla-
sýslu, þar til ég fór norður í N.-Þingeyjarsýslu 12.
júní. Þar skoðaði ég sandfokssvæði og sandgræðslu-
girðingar í Kelduhverfi og í Öxarfirði. Skoðaði einnig
sandfok á Snartastaðalandi í Presthólahreppi, og
mældi fyrir sandgræðslugirðingu á Kópaskeri. Suður
kom ég 29. júní.
30. júní fór ég austur, áleiðis að Kirkjubæjarkaustri.
Skoðaði Stjórnarsand og mældi fyrir girðingu á hon-
um í landi Kirkjubæjarklausturs. Útvegaði það af
girðingarefni, sem þar þurfti og ekki var sent frá
Reykjavík, réði menn til þess að girða, og byrjaði á
girðingunni.
Þá fór ég að Gunnarsholti, ákvað girðingarstæði á