Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 149
BÚNAÐARRIT
143:
landi Steinkross og Dagverðarness, og mældi fyrir
girðingum þar. Tekin var upp, flutt og sett þar niður,
sandgræðslugirðing frá Reyðarvatni, Brekkum og
Gunnarsholti, því lönd jarðanna liggja saman, og svo
bætt við nýju girðingarefni, eftir því sem þurfti með.
Steinkross og Dagverðarnes eru eyðijarðir og ríkis-
eign. Sandfok er þar mjög mikið og gengur það á
lönd Brekkna og Gunnarsholts.
18. júlí fór ég frá Reykjavík, með „Goðafoss" til
Patreksfjarðar. Þaðan fór ég, til þess að skoða sand-
fok í Kollsvík, Kvígyndisdal og Sauðlauksdal í Barða-
strandarsýslu.
Með togara komst ég þaðan til Bolungarvíkur. Þar
skoðaði ég sandgræðslugirðingu, og átti fund með
nefnd, sem annast þar um sandgræðsluna. Far fékk
ég þaðan með vélbát til ísafjarðar. Suður ior ég svo
með ,,Goðafoss“. sem þá kom að norðan.
Unnið var að sandgræðslugirðingunum á Stein-
kross- og Dagverðarneslandi seinni hlutann al' júlí og
í ágúst. I september var stækkuð girðing á Galtlæk í
Landmannahreppi, og gerðar upp, endurbættar og
færðar saman girðingar á Reykjum á Skeiðum, þær
voru orðnar gamlar og gegnar úr sér. Fræi var einnig
safnað í september, melgras slegið og þakið með því.
Þessi ár hefi ég haft 3 fasta starfsmenn yfir starfs-
tímann, þeir hafa allir unnið lengi að sandgræðslu,
þaulvanir öllum verkum, trúir og góðir starl’smenn,
auk þess eru teknir menn á stöðvunum eftir því, sem
þarf með.
Nú eru starfræktar af ríkinu 27 sandgræðslustöðv-
ar í 6 sýslum. 3 í V.-Skaftafellssýslu, 15 í Rangárvalla-
sýslu, 3 í Árnessýslu, 1 í Barðastrandarsýslu, 1 í N.-
Isafjarðarsýslu, 4 í N.-Þingeyjarsýslu. Reyndar eru
girðingarnar fleiri, því að sumstaðar eru 2 girðingar
á sömu jörð. Sum eru sandgræðslu-svæðin mjög stór
3—4000 ha og eiga þar land margar jarðir.