Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 152
146
BÚNAÐARRIT
næðinga fyrir íslenzkt gróðrarlíf. Skuggagróðurinn
segir til um þýðing Ijóssins o. fl.
Uin jarðveginn sjálfan er aftur á móti allt erfiðara
viðfangs. Á lionum veltur þó engu síður en á annari
aðbúð, hvernig um gróðurinn fer. Greinileg merki
sjást þó ákveðins vatnsskorts eða ofvætu, og fyrir
löngu vaktist eftirtekt á því, að gróðurinn varð aukinn
með aðfluttum efnum, áhurði. Enda er svo sagt um
Njál, sem var vitur inaður, að hann æki skarni á hóla,
en svo munu jarðræktarmenn hafa gert í aldaraðir á
undan honum. Þessi æfagamla og reynslustudda venja
l'innst okkur nú einfaldur og sjálfsagður hlutur. En
þó hefir málið reynst fullt af leyndárdómum. 1 þv£
sambandi má minna á, að í aldaraðir höfðu menn
reynt að gera sér grein fyrir því, hvernig á áhrifum
áburðarins gæti staðið og hvernig hann notaðist. Það
komu fram mismunandi skýringar, en enginn gat leyst
úr spurningunni til hlýtar. Enn eru ekki hundrað ár
síðan að færðar voru sannanir fyrir og almennt fall—
izt á þýðingu steinefna áhurðarins fyrir jurtirnar, þótt
kenningin væri fyrr fram komin (Francis Home 1757,.
N. T. Saussure 1804, J. Liebig 1840), og enn skemmra
er síðan full vissa fekkst um gildi köfnunarefnis á-
burðarins og nauðsynlega umbreyting þess i jörðinnL
svo það kæmi jurtunum sem liezt að notum (Home-
1757, Humphrey, Davy 1821, Boussingault 1838 og
1844, C. Sprengel 1839, Lawes og Gilliert 1847, Emil
Wolff 1858, Warington 1878 og Winogradsky 1890)..
Mcðan allt var í óvissu um það, á hvern hátt áburð-
urinn kom jurtunum að notum, var erfiðara að átta
sig á hagkvæmri notkun hans, og hugmyndin um tii-
búinn áburð var með öllu útilokuð. Fyrst þá, þegar
l'undist hafði hverra næringarefna gróðurinn þarfn-
ast, var hægt að matbúa fyrir hann, einmitt þá réttina*
sem við átti. Fyrir þrautseigju og áhuga fjölda manna
um þessar rannsóknir,*sem almenningur þá ekki mun
J