Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 153
BUNAÐARRIT
147
hafa talið til mikilla þarfa, iiýtui' nú landbúnaður alls
hins ræktaða heims hagnýtrar aðstoðar af þeirri
þeklcingu, sem þessir menn hafa skapað, og þeirra
auknu framleiðslumöguleika, sem tilbúnum áburði
lylgir.
En það eru fleiri öfl í jarðveginum, sem gætur þarf
að gefa en næringarforðanum einum. Varðveizla efn-
anna, leysanleiki þeirra og afstaða hvers til annars,
er einnig áhrifarík. Lífsskilyrði og starfsemi lægri
dýra, gerla og sveppa, hafa einnig sína miklu þýðingu,
og loks er þelta allt á ýmsan hátt háð og takmarkað
af eðlisástandi því, sem jarðvegurinn er í, en þar um
veldur miklu uppruni, loftslag og meðferð sú, til bóta
eða bölvunar, sem hann hefir orðið fyrir af hendi
mannanna.
Við stöndum gagnvart þessum frumstæðu náttúru-
lögum um gervalt hið ósnerta flæmi ræktanlegs lands
á íslandi. Þar hafa þau mátt, óáreitt af mannshandar-
innar hálfu, heyja sína baráttu um mátt og völd og
ýms orðið ráðandi, hagstæð eða óhagstæð, eftir þvi
sem efni stóðu til. Árangurinn er gerð jarðvegs okkar
og gróður sá, sem á honuin vex. Þar hafa þau myndað
og varðveitt gegnum aldirnar feikna auðæfi okkur til
handa, auk þess að færa okkur sjálfkrafa í hendur
niestan þann gróður, sem við höfum nytjað um marg-
ar aldir.
Öll ræktun er viðleitni til þess að grípa inn i þessa
starfsemi. Viðleitni lil þess að hjálpa hinum gróður-
sælu öflum í baráttunni við hin, sem lakar stefna. í
þessu getur orðið mikið ágengt, eftir almennum, Iítt
staðháttabundnum aðferðum, en til þess að ná sem
hagfelldustum árangri, þarf að þekkja sem bezt ástand
jarðvegsins og kröfur þeirra ræktunarplantna, sem'til
greina geta komið. Þessarar þekkingar verður að afla
með tilraunum og rannsóknum. Slíkar rannsóknir eru
þess meira aðkallandi hér á landi, sem við eigum minni