Búnaðarrit - 01.01.1935, Síða 154
148
BÚNAÐARRIT
æfingu í jarðrækt en aðrar þjóðir, meira nýræktar-
starf framundan og alveg sérstök, nálega órannsökuð,
jarðvegsskilyrði.
Slíku rannsóknarstarfi, til hagnýtra nota fyrir land-
búnaðinn, er nú mikill gaumur gefinn meðal flestra
landbúnaðarþjóða. Hörð samkeppni og erfiðleikar
þessa atvinnuvegar þrýsta á, að allra lirræða sé leitað,
sem komið geta ræktuninni til hagfelldra nota. Auk
verkfæraumbóta og vinnuaðferða skiptist þessi starf-
sem í fjórar höfuðgreinir: 1) Tilraunir með ræktun-
araðferðir. Val ræktunaxplantna, eftir þeim skilyrðum,
sem fyrir eru, og kynbætur á þeim. 2) Rannsókn með
tilraunum um notkun og meðferð ýmiskonar áburð-
arefna. 8) Rannsókn jurtasjúkdóma og varnir við
þeim. 4) Rannsóknir á efnum og eðli jarðvegsins, á-
brifum þessara einkenna og sambandi þeirra við
jurtagróðurinn, og svo notkun niðurstöðu slílcra rann-
sókna, lil stuðnings við jarðræktina.
Árangur þessarar starfsemi hefir sumpart alþjóða-
gildi, sumpart er hann bundinn við það land og sér-
stöku staðhætti, sem á hverjum stað cru ráðandi. Allar
ræktunarþjóðir leggja því hina mestu áherzlu á það,
að kanna sitt eigið land og miða starfsemi sína við
]xað sérstaklega, sem þar megi að haldi korna. í þess-
um löndum eru því margar stofnanir og einstakir að-
ilar, sem að þessu vinna. Verkefni stofnananna skipt-
ast ekki sérstaklega ei'tir þcim greinum, sem nefndar
eru hér að fi-aman, heldur er það samtvinnað á ýmsan
hátt. Sérstaklega er 1. og 2. liður víða jafnhliða starf-
semi á sama stað. 3. og 4. liður eru meira út af fyrir
sig En þó þarf nána samvinnu og sannprófun á þetta
allt saman. Eitt verður að styðjast við annað.
Aðalframkvæmdir jarðvegsrannsókna og tilrauna
tengdum við þær, hafa í nágrannalöndum okkar þess-
ar stofnanir með höndum:
„Rolhamsted Expcrimental Station“, Harpenden,