Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 155
B Ú N A Ð A R RIT
149
fyrir England. „The Macaulay Institute í'or Soil Re-
search“, Aberdeen, fyrir Skotland. „Statens Plante-
avlslaboratorium“, Lyngby, fyrir Danmörku. „Central-
anstalten för försöksvásenet pá Jordbruksomrádet“,
Stokkhóbui, fyrir Svíþjóð. „Statens Jordundersökelse“
við landbúnaðarháskólann í Ási, fyrir Noreg. Auk
þessa vinna í öllum þessum löndum ýmsar fræðistofn-
anir og einstakir aðiljar meira og minna að þessum
málum.
Hér á landi er rannsókn ræktunarmálanna skammt
á veg komin. Að nokkrum bliðum þessa máls hefir
þó verið unnið síðari ár í tilraunastöð Ræktunarfé-
lagsins á Akureyri, tilraunastöð Búnaðarfélags íslands
í Reykjavík og nú síðast í gras- og kornræktarstöðinni
á Sámsstöðum. Við þessa starfsemi hafa margar mik-
ilsverðar upplýsingar fengizt, og meira en flesta grun-
ar befir hún hrundið á stað ræktunarframkvæmdum
og mótað þær um land allt.
En umfram þá vitneskju, sem áburðartilraunirnar
gefa, hefir lítið verið fengizt hér við þá hlið þessa
máls, sem að jarðveginum sjálfum lýtur. Það hafa að
vísu á ýmsum tímum verið gerðar nokkrar efna- og
eðlisrannsóknir á íslenzkum jarðvegi. Rannsökuð sýn-
ishorn bergtegunda og vatns. En þetta hefir verið gert
eftir mjög mismunandi aðferðuin ýmsra tima og án
innra samhengis, og kemur því ekki að eins góðuin
notum og clla. Skýrslur um rannsóknir jiessar liggja
mjög dreift i erlendum og innlendum ritum, en um
þær hefir verið gerður samandreginn útdráttur til
ársloka 1929 (10). Síðan sá útdráttur var gerður, hafa
komið út í Búnaðarritinu skýrsla um ýtarlega fleir-
hliða rannsóltnir eftir prófessor Fr. Weis á 19 jarð-
sýnishornum (8).
Hér má því heita, að sé um óruddan veg að ganga,
en stórt verkefni, sem liggur framundan. Rannsóknir
þær, sem hér verður skýrt frá, eru aðeins litilfjörleg