Búnaðarrit - 01.01.1935, Síða 158
152
BÚNAÐARRIT
Hin myndlausu svii'efni (colloidal substans) mold-
arefnanna hafa mikla þýðingu fyrir eðlisgæði jarð-
vegsins, og einnig að því leyti, að þau draga til sín
basisk næringarefni og stuðla þannig að varðveizlu
þeirra frá skolun. En sé ekki nægilegt íyrir hendi af
basiskum efnum, koma sýrumyndandi einkenni þeg-
ar í Ijós og valda sýring jarðvegsins. Sýring þessi er
talin geta komizt niður í sýrustig 3,8—4,5 (6) (sjá
síðar).
b. Ólífræn sýring stendur í sambandi við steinefni
jarðvegsins og sundurliðun þeirra. En upphaf stein-
efnanna eru bergtegundir þær, sem saman við jarð-
veginn hafa hlandazt. Að fyrstu sundurliðun berg-
tegundanna vinna aðallega aflfræðislegir kraftar, svo,
sem frostþennsla vatnsins í sprungum bergs og steina,
þennsla og samdráttur bergsins við mismunandi liita,
og svo áhrif vinda, vatns og jökla, sem færa bergbrotin
til, en við það núast þau saman, brotna og sverfast.
Þá taka við uppleysandi áhrif kolsýrublandaðs vatns
i jarðveginum. Hægt, en með þeirri iðni, sem náttúru-
öflunum einum er gefin, heldur það áfram að smækkæ
örðurnar, leysa efni þeirra upp, unz þær sæta sömu
örlögum og lifandi náttúran, þeim, að hverfa yfir í
annað ástand — hvað, sem svo er að segja um annað
líf. — En kynslóð næstu korna tekur við, og þannig;
rísa og hníga herskarar þeir, sem bergið sendir og;
hefir sent fram, til þess að taka þátt í myndun jarð-
vegsins. Þeir verða að vísu að láta sér lynda að verða
að „dufti og ösku“, en þá hafa þeir líka ynnt af hendi
sitt hlutverk, það, að verða fyrir sitt leyti uppspretta
og viðhald alls lífs, sem þróast á jörðinni.
Yfirleitt eru áhrif þeirra efna, sein þannig leysast,
basakend að eðli, og nái þau að safnazt fyrir í jarð-
veginum vakla þau basiskri verkun, enda er þannig
ástatt um stór flæmi lands í heitum og þurrum lönd-
um. í tempruðum eða köldum Iöndurn, þar sem regn-