Búnaðarrit - 01.01.1935, Síða 159
BÚNAÐARRIT
153
ið fer langt fram úr meðaltalsuppgufun, er aftur á
móti hætt við, að þessi leystu basisku efni berist með
jarðvatninu lengra niður í jörðina, tapast þá jurt-
unum til nota og til þess að vega á móti lífrænni sýru-
myndun, sem áður var nefnd. Hins er einnig að gæla,
að bergtegundirnar eru mjög mismótstæðilegar fyrir
uppleysandi áhrifum og mismunandi basakendar að
eðli og efnasamsetningu. Allar hafa þær kísilsýru í
samböndum sínum, sem að vísu er mjög veik sýra
og helzt að litlu leyti uppleyst í jarðvatninu, og marg-
ar þeirra hafa talsvert af ltvarsi, sem er hreinn kisil-
sýringur. Kvarsinn er langtorleysastur allra algengra
steintegunda. Af því leiðir, að þar sem hann er mikill
í jarðvegsmyndandi hergtegundum, þá safnast fyrir
í jarðveginum forði af kornum hans jafnóðum og
auðleystari steintegundirnar leysast upp. Þessi kvars-
korn veita ekkert viðnám gegn sýringu og eru í sjálfu
sór sýrukend, að því leyti sem þau hafa áhrif.
Sá hluti steintegundanna, sem betur hefir leyst upp,
skilur einnig eftir nokkrar eftirstöðvar. Það eru leir-
kennd efni í svifefnaformi (colloidal) í breyti-
legum samhöndum af kýsilsýru, aluminium og járni.
Við hlið svifel'na moldarefnanna hafa þessi sambönd
mikla þýðingu fyrir jarðveginn. Þau eru í sjálfu sér
að mestu með sýrukendu eðli (6), en hafa hinsvegar
eiginleika til þess að draga að sér basamögn jarð-
vegsins, sem þá upphefja sýruverkun þeirra. Sé nú
upplausn basakendra efna svo hægfara, eða svo mikið
skolizt burtu af þeim með jarðvatninu, haldast leir-
efnin ekki nægilega mettuð af basaefnum og geta þá
valdið steinefnasýringi í jarðveginum. Sýring þessi er
talin geta komist niður í sýrustig 3—3,5 (6).
En auk þessa getur jörð verið mjög mikið ólífrænt
sýrð, ef svo er ástatt, að bergtegundir þær, sem mynd-
uðu hana hafa innihaldið sem verulegu nemur af
brennisteinssamböndum, eða gufur þeirra hafa verk-