Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 160
B Ú N A Ð A U R I T
154
að ú jarðveginn (hverir), en mikil sýring af þeiin á-
stæðum er frekar sjaldgæf.
Orsök súrra eða basiskra áhrifa.
Það eru einkenni allra sýra, að vér skynjum áhrif
þeirra á því, sem vér köllum súrt eða sýrukent hragð.
Sömuleiðis eru það einkenni basanna að vér skynjum
áhrif þeirra á því, sem vér öllum lútkent, smeðjulegt
eða barkandi bragð, en á þessu geta verið margs-
konar hlæbrigði, og oft erfitt að greina, sé einnig um
efnaáhrif annars eðiis að ræða, s. s. sölt o. fl.
En viljum vér nú gera okkur grein fyrir hvernig
þessi sýru og basaáhrif eru til komin og hvernig þau
standa í sambandi við efnin, sem þeim eru tengd, þarf
enn nokkurrar skýringar, og þó hér verði að fara fljótt
yfir sögu, verður að rekja þáu mál til frumorsakar
sinnar, eflir því sem nú er Jitið á meðal fræðimanna.
Öll efni eru talin liyggð af örsmáum ögnum eða
einingum, er nefndar hafa verið frumeindir (Atom).
I'rumeindirnar eru taldar byggðar þannig, að sem
miðdepil hafa þær örlitla efnisögn, sem nefnist kjarn-
inn, en í nokkurri hlutfallslegri fjarlægð sveiflast
um hann með geysihraða allt að 2000 sinnum léttari
agnir, ein eða fleiri eftir því hvert frumefnið er. Agnir
þessar eru nefndar rafeindir (Elektron). Kjarninn er
ætíð hlaðinn þeirri tegund rafmagns, sem nefnt hef-
ir verið jálcvætt (Positiv Electricitet), rafeindirnar
aftur á móti þeirri tegund rafmagns, sem kölluð
hefir verið neikvæð (Negaliv Elektricitet). Rafhleðsla
kjarna og samanlögð hleðsla rafeinda hans er alltaf
jöfn, svo þessi öfl upphefja livort annað, frumeindin
sem heild verður því óvirk. Eftir tölu og skipun raf-
einda kringum kjarnann hafa frumeindirnar misinun-
andi eðli, þyngd og stærð, og greinast þannig hver
frá annari sem inismunandi frumefni.
Frumeindir þessar skipa sér svo saman 2 eða fleiri