Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 161
BUNAÐARRIT
155
1 nánara samtengda hópa, sem nefnast sameindir
(Molekylcr). Sé um frumefni að ræða, eru frumeindir
sameindanna al' sama efni og gerð, en í efnasambönd-
um er gerð þeirra mismunandi eftir efnum þeim, sem
efnasamböndin inynda.
Sameindirnar eru ekki taldar liggja fast saman,
heldur með nokkru miilibili, mismunandi eftir þétt-
leik efnisins og ástandi. 1 föstum efnum haldast þær
saman af innbyrðis aðdráttarafli, en eru þó á hreif-
ingu innan vissra takmarka. 1 vökva-ástandi eru sam-
eindirnar með meira millibili og lausar bundnar, og
við uppgufun missa þær allt samhengi og geta þvi
farið frjálsar ferða sinna i gufuformi.
Eigi að gefa hugmynd um stærð þessara frumeinda
verður að taka til smárra mælikvarða.
Stærðin er oftast táknuð með lengdareiningu, sem
nefnd er Ángström, en 1 Ángström er 10 milljónasti
úr millim. að lengd. Um vatnsefnis-frumeindina er tal-
ið að rafeindin gangi umhverfis kjarna sinn i ca. V2
Ángströms fjarlægð (7), en stærð nokkurra fruin-
einda, þ. e. þvermál rafeindabrautar, er taliö þannig:
Vatnsefni 2,4, Súrefni 2,7, Kisill 0,6, Aluminium 1,1
og Kalium 4,2 Ángström (6 og 27).
Um þyngd frumeindanna er erfitt að gera sér
nokkra grein, vegna smæðar hennar. Vatnsefni er létt-
ast allra frumefna, enda er sameind þess talin aðeins
1 : 0,61 • 10-4 úr grammi (tala Avogadros) (21), en
•önnur efni eru tuguin og hundruð sinnum þyngri.
Þessi smæð veldur því, að vér skynjum hlutina heila
og liarða átekta, þótt efnið sjálft fylli aðeins nokkurn
hluta al' rúnnnáli þeirra. Gætum vér hugsað oss
geiminn svo örsmækkaðan, að vér gætum hanipað
honum sem hnetti í höndum vorum, er ekki víst, að
•oss sýndist langt á milli stjarnanna.
Þegar frumeindir 2ja cða fleiri efni tengjast sam-
an í sameindir, sem efnasamband, hefir hver mynd-