Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 162
BÚNAÐARRIT
156
uð sameind í sér fólgnar allar rafeindir viðkomandi
efna. Samanlögð rafmagnshleðsla allra kjarna og
allra rafeinda sameindarinnar er því jöfn. Hefir sain-
eindin því enga rafmagnsorku útávið og er ónæm
fyrir ulanaðkomandi rafmagnsáhrifum. En þetta
skipulag er ekki undantekningarlaust og það breytist
í sumum tilfellum, þegar efnið skiftir um ástand. Og
breytingin er sérstaklega algeng við upplausn efna í
vatni. Um vatnið sjálft er sérstaklega ástatt í þessum
efnum. Það er byggt af 2 frumeindum vatnsefnis
(merki H) og 1 frumeind súrefnis (merki O), sam-
eindin því HoO. Örlítill hluti vatnsins hefir þó vikið
frá þessari bj'ggingu. Má skoða þann hluta sem klof-
inn í H+HO. En það hefir gei-zt meira. Vatnsefnis-
eindin, sem frá klofnaði, hefir látið lausa rafeind sína
og skilið hana eftir hjá HO, en um leið hefir hún
misst sitt rafmagnslega jafnvægi, því nú vegur ekki
neikvæð hleðsla rafeindarinnar móti jálcvæðri hleðslu
kjarnans. Kjarnínn er því jákvætt rafmagnaður.
Aftur á móti hefir HO fengið aukinn neikvæðan kral't
með rafeindinni, sem eftir varð og er nú jafnmikið
neikvætt rafmögnuð og H er það jákvætt. Af þessu
leiðir, að nokkur hluti þeirra eininga, sem vatn-
ið er gerl af, er hlaðið virkum rafmagnsöflum af
andstæðri gerð, en af því þessar einingar eru jafn-
margar og hleðsla þeirra jöfn, er vatnið þrátt fyrir
þetta, sem heild, óvirkt af raforku, og það er einnig
óvirkt í súra eða basiska átt.
Þessi rafmagnshleðsla sameindahlutanna kemur í
ljós, ef rafmagn er leitt í gegnum vatnið. Kom-
ast þeir þá í hreyfingu og safnast saman hver hlut-
inn við það rafskaut, sem er ósamkynja rafmagnað
við hann sjálfan. Þannig er endanlega hægt að að-
skilja frumefni vatnsins með rafmagni og safna efn-
unum saman við sitt skautið hvoru, og á þennan hátt
leiðist dálítið af rafmagni gegnum hreint vatn.