Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 167
BÚNAÐARRIT
161
Á töflu þeirri, sem hér fylgir, er í tveim efstu röð-
•unum tilfærð tala H+ einda og HO-^ eirnla pr. litra
í upplausnum á sviði, sem svarar til 1 normal sýru
lil normal hasa (en fyrir einsýrðar sýrur og eingilda
hasa fellur það saman við 1 Mólar). Vegna þess hvað
tölurnar eru háar, eru þær tilfærðar í veldum, og segir
þá veldistalan til, live oft á að margfalda með 10 til
þess að fá fulla tölu.
1 tveim næstu línum er tilfært brot úr normum
fyrir sama styrkleikasvið, tölurnar þar tilfærðar í brot-
um, þar sem veldistala nefnarans tiltekur, hve oft þarf
að margfalda 10 með sjálfum sér til þess að fá fulla
lölu nefnarans.
Af töflunni kemur mjög greinilega í Ijós, hvernig
allar vatnsupplausnir innihalda bæði H+ og HO+
eindir, og að öðrum fækkar i sama hlutfalli og hin-
um fjölgar í hvora áttina, basiska eða súra, sem upp-
lausnin víkur frá áhrifalausu.
Þá kemur röð af eindatölunum pH og sést þá greini-
lega á afstöðunni, hvað hver um sig þýðir. Að pH 7,0
svarar til jafnvægistalanna að ofan og þýðir þvi á-
hrifslaust, og að talan lækkar með vaxandi súr, en
hækkar með auknum basiskum áhril'um.
Lolcs hefi ég sett mælikvarða fyrir þessum stærð-
um, sýnir hann hver styrkleikahlutföll tölurnar
merltja, gengið út frá áhrifslausa punktinum. Sést þar
nð styrkleikinn stendur ekki i beinu hlutfalli við pH
tölurnar, heldur aukast sýru eða basaáhrifin 10 sinn-
um við hverja einingu, sem pH talan fjarlægist áhrifs-
lausu töluna 7,0, enda skilst það við athugun á töl'I-
unni, sem sýnir hvernig pH er til komið. Lætur nærri,
að fyrir hverja 0,3 sem pH talan færist upp eða nið-
ur, þá aukist eindastyrkurinn um helming.
inólar einsýrðri sýru er Iiann CH+ 10-í'°-CHO"i- R)-4-14. I 1 niólar
vinbasiskri U])p];msn CH+ 10-*-14 - CHO-1- 10"5-0. I3ví cr pH = log
CH-þ; CH -)- = 10-^-pH.
11