Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 171
BÚNAÐARRIT
165
kartöflur, en almennt er álitiö, aö þeim hæfi betur
nokkuð sýrður jarðvegur,
Þegar litið er á töflurnar sést, að ræktunarplönt-
urnar haga sér nokkuð mismunandi og hafa mis-
munandi þanþol, sem þó kemur ekki fyllilega í ljós
hér. En flestar snúast þær kringum pH sviðið 6—7,
sem liið æskilegasta. En þessar tölur má þó ekki
taka sem ákveðin takmörk fyrir sæmilegri uppskeru.
Reynsla og tilraunir (Áslander o. fl.) sýna, að plönt-
urnar þola því hetur óhentugt sýruástand, sem þær
lifa við betri kjör að öðru leyti. Við þau geta þær
þokast frá því sviði, sem þeim er hentugast, en þá
kostar það meiri áburð, betri jarðvegsskilyrði og betri
aðhlynningu. Þess vegna cr nú meðal ræktunarþjóða
lagt mikið kapp á að koma sýruástandi jarðvegsins
í sem bezt samræmi við kröfur gróðursins.
Kröfur plantnanna um sýruástand jarðvegsins
koma glöggt fram í því, hvernig það mótar gróður-
farið í óræktuðu landi. Um það hafa ýmsir gert at-
huganir. Einna víðtækastar og hezt frágengnar munu
vera rannsóknir Carstens Olsens i Danmörku (4).
Við rannsóknir þessar komst hann að þeirri niður-
stöðu, að sýruástandið mótaði svo gróðurfarið, að
hægt væri eftir því að fara nærri um pH tölu hvers
einstaks svæðis. En í Danmörku er Jíka um að velja
stórt svið á bilinu frá þeim súrasta til hins basisk-
asta jarðvegs. Sökum þess, hve rannsóknir þessar
voru ýtarlegar og ýmislegt má af þeim ráða, tilfæri
ég um nokkrar íslenzkar plöntutegundir á hvaða pll
sviði þær koma ol'tast fyrir, samkvæmt þessum rann-
sóknum.
Algengast við
Rugðupuntur (Deschampsia flexuosa) . pH 3,5—4,9
Aðalbláberjalyng (Vaccinium Myrtilis) . — 3,5—4,9
Beitilyng (Calluna vulgaris)
Mýrafjóla (Viola palustris)