Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 172
160
BÚNAÐARRIT
Algengast viö
Hálíngresi (Agrostis tenuis) (vulgaris) pH 4,5—0,4
Titulíngresi (Agrostis canina) .......... — 5,0—5,9
Sauðvingull (Festuca ovina) ........... -—• 4,5—5,9
Ilmreyr (Anthoxanthum odoratum) .. — 5,5—5,9
Mýrastör (Carex G,oodenoughii) .......... — 5,5—6,4
Loðgresi (Holcus lanatus) ............... — 5,5—5,9
Túnsúra (Rumex acetosa) ................. — 5,5—6,4
Vallarsveifgras (Poa pratensis) ......... — 5,5—6,9
Snarrótarpuntur (Deschamp.cæsp.) (Aera) — 5,5—6,4
Fíflategundir (Taraxacum, óákv. hverj.) — 6,5—7,8
Hundagras (Dactylis glomerata) .......... — 6,5—7,9
Fuglaertur (Lathyrus pratensis) ......... — 6,0—7,4
Rauðsmári (Trifolium pratense) .......... — 7,0—7,4
Grástör (Carex glauca) .................. — 7,0—7,4
Skriðlingresi (Agroslis alha) ........... — 7,0—7,9
Skýrslur Olsens bera með sér, að það er talsvert
mismunandi hvað einslakar plöntutegundir taka
mikinn þátt í gróðrinum ofan og neðan við þau svið,
sem hér eru talin. Yfirleitt er fjölgresið mest 'í nánd
við áhrifslausa punkinn og hendir til, að þar kunni
flestar tegundir við sig, og sérstaklega er fáskrúðugt
á neðsta pH sviðinu.
Áhrif sýrustigsins fyrir jarðveginn.
Nú liggur sú spurning opin fyrir, hvernig ú því
muni standa, að sýruástand jarðvegsins hafi svo
gagngera þýðingu fyrir jurtagróðurinn. Orsaldr til
l>ess eru taldar af ýmsum rótum runnar, og liat'a um
það verið uppi mismunandi skoðanir meðal fræði-
manna. Einn hefir lagt meiri áherzlu á þetta atriði,
annar á hitt. Orsakasamband þetta mun og vera
mjög samsett að eðli og undir áhrifum ýmiskonar
aðstöðu í jarðveginum, sem ekki mun enn upplýst að
fullu. Orsakirnar geta verið tvennskonar, beinar og
óbeinar.