Búnaðarrit - 01.01.1935, Síða 173
BÚNAÐARRIT
167
Meðal beinna orsaka hefir verið talin afstaða
jarðvegssýringarinnar til sýruástands safans í
jurtarótunum. Plöntunum er talið eðlilegt að hafa
ákveðið sýrustig í rótarsafa sínurn, og þetta eðlilega
sýrustig cr nokkuð mismunandi eftir tegundum. Hef-
ir þannig l'undizt, að þær tegundir, sem sérstaklega
hafa tilhneigingu til súrs jarðvegs, einnig hafa súr-
ari rótarsafa en hinar, sem velja sér basaríkari vaxt-
arstað eða þrífast bezt við veik sýruáhrif. Vaxi nú
plantan við sýrustig, sem er í ósamræmi við eðli-
legan rótarsafa hennar, Ieiðir af því breyting á sýring
rótarsafans og einnig hitt, að plantan neyðist til þess
að taka upp næringarefni í óeðlilegu hlutfalli, til
þess að halda rótarsafa sínum sem næst eðlilegu á-
standi. H. Kappen í Þýzkalandi hefir meðal annars
rannsakað þessi mál. Eru hér tilfærðar tölur frá rann-
sóknum hans um rótarsafa nokkurra plantna, á-
'kveðið í pH (1):
Hveiti 7,18, bygg 6,85, hal'rar 6,75, rúgur 6,61, lú-
pínur 5,73 af ókalkaðri jörð, en 5,86 af kallcaðri. —
Tölur þessar eru í nokkrum hlutföllum við það, hvaða
sýrustig reynst hefir að hæfa bezt hverri þessara teg-
unda.
Óbcinu áhrifin eru enn fjölþættari og ýmsir til-
einlca þeim meiri þýðingu en hinum. Skal nú getið
nokkurra atriða, sem þar koma til greina.
1. Leir og leirkenndur moldarjarðvegur kornast
lakar og þéttist meir við bleytu því súrari sem hann
er. Hann verður því lakari vaxtarstaður gróðri en
hinn, sem lielst í námunda við óvirkt ástand vegna
kalsium- eða karbonatáhrifa. Þessa gætir þó ekki í
þeim tilfellum, en þau eru miklu sjaldgæfari, sem
jörð helst í ósýrðu ástandi, vegna áhrifa frá kalium
eða natron (6). Á þessu byggist meðal aftnars, hve
affarasælt hefir reynzt að lækna ofsýring jarðar með
kalkblöndun í jarðveginn.