Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 174
168
BUNAÐARRIT
2. Sýruástand jarðvegsins het'ir mikla þýðingu fyrir
upplausn og ástand steinefna hans, sem svo hefir á-
hrif á gróðurinn. Sýrurnar styðja að upplausn stein-
kornanna í jarðveginum, en aftur er ýmsum þeirra
efna hættara við útþvotti ineð niðursigi jarðvatns-
ins, ef jarðvegur er súr. Uppleysanleiki steinefnaforð-
ans, að því er við kemur flestum næringarefnum
plantnanna, lireytisl á ýmsa vegu eftir sýrustiginu,.
og þá um leið aðstaða plantnanna Lil þess að notfæra
sér þau, eða neyta þeirra sér til ógagns.
Þannig verður járn og alúmínium torleystara með
minkandi sýrumagni, en sumar rannsóknir hafa sýnt
fram á, að of mikið af leystu alúmínium verkaði til
skaða í mjög súrri jörð. Kalsium-, magnesium- og
mangan-sambönd eru hlutfallslega leysanlegri í súrri
og veiksúrri jörð, heldur en úr því kemur um og upp
fyrir pH 7,0 (27). Fyrir fosfórsýruna er sýrustigið
mjög þýðingarmikið. 1 súrri og kalkfátækri jörð
hættir henni mjög við að ganga í járn- og alúmínium-
sambönd, en úr þeim losnar hún mjög treglega. í
veiksúrri og basislcri jörð hefir hún meiri aðstöðu lil
þess að lenda í samhandi við kalsium, sem er auð-
leystara samband, en verður þó miklu torleystara úr
því kemur upj) fyrir pH 7,0. Samkvæmt nýlegum
rannsóknum Torbjörns Gaarders (29) virðast fosfór-
sýrusambönd járns og alúmíniums vera einna leys-
anlegust við pH ofan við 6,0 og ætti því fosfórsýran
að vera einna algengast til staðar og leysanleg við
pH milli 6,0—7,0 (13, 27 og 22). Þetta mjög marg-
þætta samband, milli uppleysanleik fosfórsýrunnar
og sýrustigs jarðvegsins og efna hans, mun ekki að
fullu upplýst ennþá, en af því, sem þegar er kunnugt,
má telja það víst, að það er nokkuð undir sýrustigi
jarðvegsirtS komið, hve mikla þörf hann hefir fyrir
fosfórsýru áhurð, og hvernig að honum notast.