Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 175
BÚNAÐARRIT
l(i9
Not plantnanna at' lífrænni fosfórsýrn er elvki á
sama hátt bundin við sýrustigið.
3. Sýrustigið hefir mikla þýðingu fyrir gerlalíf og
sveppagróður jarðvegsins. Þó starfsemi þessara gró-
magna sé lítil eftirtekt veitt, vinna þau þó brautryðj-
andi störf til viðgangs hinum hærra gróðri. Eltir
starfsemi sinni má skipta þeim í þessa flokkra:
a. Moldarmijndandi gerlar og sveppir. Um þá er að
nokkru rætt hér að framan í sambandi við moldar-
myndunina, og þar tekið fram um þýðing þeirra og
hvernig þeir eru háðir sýring jarðvegsins. Undir starfi
sumra þeirra er það komið, að hve miklu leyti köfn-
unarefnissambönd jurtaleifanna breytast í ammoniak.
h. Gerlar, scm vinna aö breyting ammoniaksins i
saltpé.turssýru. Svo er talið, að plönturnar geti að ein-
hverju leyti hagnýtt sér ammoniakið til næringar, en
það er ekki haganlegt form, lieldur þarf það að breyt-
ast í saltpéturssýru. Að þessu vinna tvcir flolckar
gerta, annar breytir ammoníakinu í sallpétursýrling
HNO^, en þá tekur hinn við og umsetur hann í salt-
pétursýru HNO3.
Þótt niðurstöður af rannsóknum fræðimanna um
sýruþol þessara gerla sé nokkuð mismunandi, verður
þó aðalniðurstaða þeirra sú, að starfsemi þessi gangi
örast í veiksúrri jörð. Samkvæmt rannsóknum neðan-
taldra manna, hefir þeim reynzt bezt saltpétursýru-
inyndun við þcssi sýrustig:
II. Glömme, Noregi, 1930 (16) ....... pH 5,0—5,5
C. Olsen, Danmörk 1922 (16) ........ — 6,5—7,0
II. Hess.elmann, Svíþjóð, 1926 (15) ... — 5,5—7,0
F. Gaarder og O. Hagem, Noregi 1921-28 — 6,0—7,5
(30 og 31).
Sumir þessara manna o. fl. hafa þó fundið saltpétur-
sýrumyndun lengra niður, allt ofan í j)H 4,0, en til
þess hefir verið bent á sérstakar ástæður. Gaarder