Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 176
170
BÚNAÐARRIT
og Hagsm þóttusl verða varir við fleiri tegundir gerla,
er hver starfaði á sínu vissa sýrusviði. Þetta álit
þeirra, og að saltpétursýrugerlarnir störfuðu tregar
fyrir neðan pH 6,0, var staðfest 1933 af sjálfum
fundarmanni saltpétursýrugerilsins, Winogradskv
(25).
c. Gcrlar, sem vinna köfnunarefni úr loftinu. Mcð
þeirri starfsemi auðga þeir jarðvegiun að þessu dýr-
mæta næringarefni. Gerlar þessir eru tvennskonar.
Annar flokkurinn starfar í sambandi við rætur jurta
af ertublómaættinni, svo sem smárategundir, umfeðm-
ing, lúpinur, lucerne o. fl. Lucerne-gerlarnir þola að-
eins mjög veiksýrða jörð og þrifast bezt við pH 7,0
og þar yfir. Lúpínugerlarnir þola aftur á móti illa
basiska jörð og komast alllangt niður eftir ])H stig-
anum. 1 samræmi við þetta mega einnig lúpínur frekar
teijast súrjarðvegsplanta, og þola illa kalkkendan
jarðveg. Smáragerlarnir þrífast bezt í kalkkendri eða
ósúrri jörð, en geta þó þolað nokkurn sýring í jarð-
veginum.
Hinn l'lokkur þessara gerla starfar óháður plönt-
unum, en lifir á köfnunarefni frá loftinu og efnasam-
böndum, sem til falla við rotnun jurtaleifanna. Köfn-
unarefninu skila þeir svo í jarðveginn, sumpart jafn-
óðum og þeir starfa, sumpart með sínu eigin efni um
leið og þeir falla frá. Áhrifamestir þessara flokka eru
taldir gerlar, sem nefnast Azotobacter (17). Hann er
mjög næmur fyrir sýrum og er vart talinn starl'a neð-
an við pH 6, en bezt í allt að áhrifslausum eða bas-
Iskum jarðvegi. Vegna næmni sinnar í þessum sök-
um voru gerlar þessir um eitl skeið, áður en betri
aðferðir þekktust, notaðir til þess að ákveða uin
sýrufar og kalkþörf jarðvegsins. Gerill þessi er einnig
mjög næmur fyrir auðleystri fosfórsýru í jarðvegin-
um, svo bann er nú af sumum notaður til þess að á-
kveða l'osfórsýruþörf jarðvegsins.