Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 177
BÚNAÐARRIT
171
Með þessu yfiiiiti er þá gefin nokkur huginynd
uin, hversu hin þýðingarinikla starfsemi gerla þeirra,
■er kalla inætti gróðrargeiia jarðvegsins, eru háðir
sýruáhrifum hans.
4. Suniir jurtasjúkdómar eru taldir eiga rót sina að
rekja til sýruástands jarðvegsins. Sem dæmi má
nefna dílaveikina, sem aðallega verður vart í höfrum.
Veikin er talin orsakast af skorti á mangani. En
skortur þess stendur í samhandi við áhrif sýru
ástandsins fyrir upplausn mangansins í jarðveginuin.
Um og fyrir ofan pH 7 fellur manganið mjög úr upp-
lausn, getur því orðið skortur á því í basiskum eða
kalkríkum jarðvegi, þótl nægar hirgðir séu fyrir af
því (14 og 3).
Þá er talið að sýrustig jarðvegsins hafi mikla þýð-
ingu fyrir kartöflumygluna, sem mikinn skaða hefir
gert hér á landi, og kartöflukláðann. Sýklar þessara
sjúkdóma virðast illa þola súran jarðveg og er því
súr jarðvegur varnir við veikinni. Samkvæmt rann-
sóknum Gillespie í Ameríku á veikin ekki að þola
jarðvegssýringu undir pH 5,2 (22).
Loks má minna á það í þessu sambandi, að ána-
maðkar o. fl. ormar, sem vinna nokkurt gagn í jörð-
inni, eru taldir þrífast illa við siiran jarðveg.
Það, sem um þýðing sýrustigs jarðvegsins hefir
verið sagl hér að framan, verður varla dregið saman
i styttri cða gleggri niðurstöðu heldur en komist er
að orði hjá forstöðumanni jarðræktardeildar aðal-
rannsóknartilraunastöðvar (Centralanstalten) Svía við
Stokkhólm. Honum farast svo orð 1932:
„Sýruástandið hefir óbein áhrif á gróðursæld jarð-
vegsins. Auðleysing næringarefnanna, þróun smá-
verugróðursins, þrif jurtasýkla o. fl. er allt bundið
við sýruástandið og verkar þannig á uppskeruna.
Áhrif sýrustigsins á uppskeruna má þess vegna ekki
einhliða kenna beinum áhrifum þess, heldur verða