Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 178
172
BÚNAÐARRIT
þau að skoðazt í sambandi við hin margþættu fyrir-
brigði í jarðveginum, sem standa undir áhrifum sýru-
stigsins.
Við notkun tilbúins áburðar má ekki ganga fram
hjá sérstökum eiginleikum áburðartegundanna til
þess að hafa sýrubreytandi áhrif, og möguleikum
þeirra til þess að breyta sýruástandinu.
Sýrustig jarðvegsins er þannig mikilsverður aðili,
sem beint verður að taka tillit til við margar þær
ráðstafanir, sem hevra ti! jarðræktinni. Það ætti því
að vera áhugamál allra jarðræktarmanna að reyna að
afla sér þekkingar á því, hversu jörðin, sem hann
notar, er á sig komin í þessu efni.“ (12).
Sýrufar jarðvegsins í nágrannalöndunum.
Hvernig er svo sýruástand jarðvegsins meðal rækt-
unarþjóðanna? Er hann yfirleitt á hentugu stigi fyrir
allan þorra ræktunarplantna, eða er hann of súr eða
of basiskur? í flestum löndum munu vera báðar þess-
ar tegundir, en yfirleitt má segja, að í heitum löndum
og þurrviðrasömum sé mikið um of basiskan jarðveg,
en í köldum löndum, sem flest hafa talsverða úrkomu,
sé hætt við súrum jarðvegi.
Til yfirlits skulu hér tilfærðar nokkrar upplýsingar,
er komið hafa fram við sýrumælingar í ýmsum lönd-
um. Á töflunni er raðað í sýruflokk og tölurnar
merkja % af mælingafjölda, er fallið hefir á hvern
flokk. Yfirleitt munu þessar mælingar hafa verið
gerðar á ræktaðri jörð, en ekki á mýrlendi eða skög-
lcndi. Ég hei'i ekki náð í handhægar nýjar skýrslur
um þetta el'ni, svo taflan nær aðeins yfir örlítið brot
þeirra mælinga, er fyrir liggja nú, en af henni a;tti þó
að mega i'ara nærri um ástandið.
1—(> er tekið eftir W. G. Ogg. (33), 7 tekið sam-
kvæmt skýrslum um dreifðar tilraunir 1932 á 2660
stöðum í Svíþjóð (11). Um Noreg hefi ég aðeins dreifð-