Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 179
B Ú N A Ð A R R I T
173
Lönd Tala rann- sókna pH
1.0- 4.4 4.5- 4.9 5 0— 5.4 5.6- 5.9 6.0- 6.4 6.5- 6.9 7.0- 7.5 — 7.4 7.9 8.0- 8.4 9.0
Egyptaland . . . 56 » » » » » » 14 48 22 16
)ava 73 » » » » » 14 57 26 3 »
)apan 27 » 19 19 15 23 19 5 » '» »
Finnland 500 í 8 23 38 21 8 1 » » »
Danmörk 5000 » 1 3 12 46 21 14 2 » »
Skotland 681 í 6 19 29 23 11 6 5 » »
• ii«, —
Sviþjóð 2660 4.5 8.2 23.0 26 0 23 0 14.9 » »
ar upplýsingar, sem ég heí'i ekki gefið mér tima til
að taka saman, en eftir því að dæma, er ástandið þar
svipað og í Svíþjóð. Talsvert súrt víða, einkum vest-
anfjalls, nokkru hærra yfirleitt austanfjalls og sum-
staðar basiskt, enda er þar þurrviðrasamara og' kalk-
kendari bergtegundir á sumum stöðum.
• Af þessu yfirliti sézt, að það er allmikill misbrestur
á því, að jarðvegur í nágrannalöndunum sé í álcjós-
anlegu sýruástandi til algengnustu ræktunar, þrátt
fyrir það, þótt miklu sé búið að verja til umbóta. Hon-
um hættir til að sækja í sýruáttina, nema kalk sé
borið á með nokkru millibili, enda er mikill áhugi
meðal jarðræktarmanna i þessum löndum, að hefja
sýrustigið að nauðsynlegu lágmarki. Tilraunir erugerð-
ar og svo reiknað út fráþeim, hvernig kölkiin borgi sig.
Miðað við danslcar tilraunir, hefir próf. K. A. Bon-
dorff við landbúnáðarháskólann komizt að þeirri
niðurstöðu, að í dönskum sandkendum jarðvegi sé
hagfræðilcga nauðsynlegt við kornyrkju að koma
sýrustiginu upp í nánd við pH 6,5. G. Sundelien og
O. Franck, umsjónarmenn sænskra áburðartilrauna,
telja rétt, að koma þurrlendisjarðvegi upp í pH 6—6,5
(9). Aasulv Löddersöl hvetur til þess að ná í námunda
við pH 6 fyrir norska jörð (1). Widar Brenner telur
æskilegt að ná pH 6 fyrir akurlendi Finnlands (32).