Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 181
B Ú N A Ð A R R I T
175
þess vökva, sem þau eru leyst upp i. Ameríkumenn-
irnir, Clark og Lubs, tryggðu þessa aðferð enn betur
ineð rannsóknum og tilbúningi þessara litarefna 1917
—1920 (18) og forstöðumaður Carlsberg-rannsóknar-
stofunnar í Danmörku, S. P. L. Sörensen, ákvað
nánara upplausnir þær, sem notaðar eru við rann-
sóknirnar 1909. í þessari mynd, eða byggða á
þessum rannsóknum, nota nú margir litbrigðaað-
ferðina.
Önnur aðferð við þessar mælingar er rafmagns-
aðferðin (Elektrisk Metode), sem byggist á því, að
liægt er að mæla rafmagnsspennumismun milli upp-
lausnar, sem er þekkt, og jarðupplausnar, sem á að
rannsaka. Þessi spennumismunur fer eftir því, hve
mikið af H + eindum jarðvegsupplausnin inniheldur,
og er þá samkvæmt því, sem fyrr er skýrt frá, mæling
á sýruástandi jarðupplausnarinnar.
Grundvöll að þessum mælingum lagði S. P. L. Sören-
sen með birtingiii rannsókna sinna 1909—10 (28),
(Brintelektroden), en verulegri útbreiðslu náðu þær
þó ekki, fyrr cn eftir endurbætur próf Bullmanns
1923 (lvinhydronelektroden) (19). Síðan hafa verið
gerðar nokkrar endurbætur og ýmsar gerðir þessara
mælitækja framleiddar.
Við þær rannsóknir, sem hér er um að ræða, hefi
ég notað báðar þessar aðferðir. Byrjaði ineð lit-
brigðaaðferðinni, en fékk eindamæli (Ionometer)
haustið 1933. Hel'i svo notað þær jöfnum höndum og
til sannprófunar með því að mæla með báðum að-
ferðum.
Við mælingarnar hefi ég notað hlutfallið c 1:3 milli
jarðar og vatns eftir rúmmáli af lausri jörð. Vatnið
eimt og soðið. Eftir að jörð og vatn er hrist vel sam-
an, hafa prufurnar staðið c 24 tíma. Málupplausnir
L