Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 183
BtJNAÐARRÍT
177
munað pH 0,1—0,0, el' þær geymdust lengi deigar.
Vel þurrkuð sýnishorn eru sama og óbreytt eftir
1% ár.
2. Það virðist hafa nokkra þýðingu, hve langt líður
frá blöndun vatns og jarðvegs lil mælingar, þó mis-
munandi eftir jarðvegi. Ýnisar tegundir virtust minna
virkar, hvort heldur var í súra eða hasiska átt, meðan
stutt var liðið frá blöndun og styrkjast aðallega á
fyrstu 12—15 timunum. Þetta munaði þó í flestum
tilfellum aðeins um pH 0,1—0,4. Liði aftur langur
tími til mælingar, t. d. 3—4 daga, fóru sumar jarð-
blöndurnar að hækka. Þessi munur gat orðið frá pH
0,1—0,5. *
3. Það virtist geta haft áhrif, einkum á litbrigða-
mælingar, hvernig ioftið var í tilraunastofunni. Með
lokuðum gluggum og ijósi i stofunni að kvöldi, gátu
sumar jarðvegsblöndur, og ekki síður bergtegunda-
upplausnir, fallið í pH um 0,1—0,3. Þetta átti sér
cinkum stað með sýnishorn, sem voru nálægt á-
hrifslausu og úr léttum moldar eða sandkendum jarð-
vegi. Þetta breyttist aftur eftir nolckurn tíma, er loft-
ræsting hafði farið fram. Sennilega eru hér kolsýru-
áhrif að vcrki í mótstöðulitilli (stödpudefattig) upp-
lausn. lig gerði mér því far um að hafa loftið í til-
raunastóiunni í sein beztu samræmi við útiloftið,
þegar jarðblöndur lágu fyrir. Á'hrif hitabreytinga
innan þeirra takmarka, sein ég vann við, varð ég
ekki var.
4. Við samanburð á síaðri og ósíaðri upplausn kom
það í ljós, að i sumum tilfellum hafði síunin áhrif
til hækkunar. Þetta virtist þó aðeins nema c 0,05—
0,25 pH.
5. Við samanburð á rafmagnsmælingunum og
litbrigðamælingunum bar þeim yfirleilt nokkurn-
veginn saman á öllum þorra sýnishornanna. Munur-
12