Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 187
BÚNAÐARRIT
181
komizt upp undir pH 7,0, en oftast þó verið fyrir
neðan pH 0,5.
Sýnishornið, sem i þessum flokki stendur langlægst,
pH 4,8, er úr mýrajarðvegi úr Reykjarhólsgarði í
Skagafirði, framræstum 1904. Hafði vatnið l'rá heitu
uppsprettunum seitlað þar um mýrina áður í mörgum
smálænum. Á þessu svæði var ekkert hægt að fá til
þess að þrífast. Hvorki kartöflur, rófur né gras, og
enn eru eftir talsverðar skellur, þar sem gras getur
ekki vaxið. Sýnishornið er úr slíkum bietli.
Undir flatar mýrar tel ég flóa með blendingsgróðri
og bro’ki, vetrarkvíðastör o. f 1., sumstaðar stang-
lingur af hláberjalyngi og hrísi. Þeir eru yfirleitt súr-
ari, þótt sýrur þeirra hai’i mælst miklu minni en ég
hafði búist við.
í neðstu línunum eru sýnishorn af nokkrum ís-
aldarleirsmyndunum. Slílc leirjörð er í nágrannalönd-
unum víða allsúr, en hér kemur í ljós, að leir þessi
er nálægt áhrifslausu og sumstaðar basiskur. —
Hæst stendur gráleiti leirinn (smiðjumósleir)
úr isaldaröldum (Moræner) og hlíðarhjöllum. Bas-
iskustu sýnishornin Iicfi ég fundið í yfir 200 metra
hæð yfir sjávarmál. Efsta yfirborðið er oftast eitt-
hvað daufara en hinn óveðraði hluti leirmyndananna.
Þar sem leir þessi liggur sem botnfallin leðja undir
mýrum, virðist hann hafa tapað nokkru af basaáhrif-
um sínum, svo að hann mætist dálítið súr, en sé mýra-
jarðmyndunin yfir honuin mjög þunn, virðist hann
einnig geta haft áhrif upp í mýramyndunina, til þess
að draga úr sýruáhrifum hennar. Þannig eru tvö
ílóasýnishorn með pH 6,6 úr þunnri flóamyndun með
leirundirlagi.
Mjög víða um láglendið hér norðanlands liggur
þykkt lag af botnfelldum ísaldarleir (í vatni eða sjó),
móhella. Kemur hún fram i árhökkum og öðrum
grafningum, en er annars þakin meira og minna