Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 188
182
BÚNAÐARRIT
þykku jarðlagi. Ég lieí'i safnað nokkrum sýnislxorn-
um af þessu leirlagi frá Miðfirði, Víðidal og Vatns-
dal. Leir þessi virðist skammt frá áhrifslausu og
sumstaðar basiskur, en stendur þó ekki eins hátt og
leir melhjallanna er hærra dregur.
Samkvæmt því efni, sem fyrir liggur, tel ég mér
ekki fært að gera upp á milli landshluta, að því er
sýruástand snertir. Til þess eru sýnishornin allt of
fá og ekki það skipulag á söfnun aðsendra sýnis-
horna, að ástandið komi nægilega glöggt út til
sanianburðar. Að undanteknum leir, eru sýnishorn
þau, sem ég hefi fengið af Vestfjörðum, í súrara lagi.
Aftur hefi ég fengið veilc-súr til basisk sýnishorn úr
Skagafirði austanverðum og úr Eyjafirði, og gæti það
bent til þess, að á þessum slóðum hefði jarðvegur
einna minnsta tilhneigingu til súrs. Þannig hafa verið
meðal nokkurra tún- og garðsýnishorna frá Hrólfs-
stöðum í Blönduhlíð hin hæztu, sem ég hefi mælt úr
moldarjörð, frá pH 7,0—7,2. Hálfdeigju elftingarmór
frá sama bæ mældist pH 6,8, og sýnishorn úr Mikla-
bæjar gegnisbökkum, sem er aldagamall framræstur
mýrajarðvegur reyndist 7,1. Bakkar þessir og nesið,
sem því fylgir, eru meðal frjósömustu graslendisbletta
á Norðurlandi. Bakkar með blendingi af ell'tingar og
starungsgróðri í nánd við Velli í Hólmi reyndust pH
6,8, og er það hátt eítir því, sem bakkajarðvegur hefir
mælst annarsstaðar.
Úr Eyjafirði reyndust mér standa hátt túnsýnis-
horn frá. Munkaþverá í Eyjafirði pH 6,8—7, og tún-,
garða- og hálfdeigjusýnishorn frá Fífilgerði. Sömu-
leiðis sýnishorn úr tilraunareitum í efri tilraunastöð
Ræktunarfélags Norðurlands. Sýnishornih úr Hörg-
árdal og Öxnadal voru einnig í hærra lagi. Sé þar við
bætt útkolnu á rannsóknum H. J. Hóhnjárns (20),
sem fann meiri hluta sýnishorna iir Eyjafirði lítið
súr til basisk, virðist þetta benda til þess, að þarna