Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 191
BÚNAÐARRIT
185
cm dýptar í nánd við mælingarstöðina, og reyndist
það mjög likt og yfirborðið. Mismunurinn, sem hér
kemur fram, ætti því frekar að benda á skolun lias-
iskra efna eða aukna sýruframleiðslu.
En hér kemur einnig til greina sá mikilsverði eigin-
leiki jarðvegsins, að geta veitt vissa mótstöðu gegn
utanaðkomandi áhrifum til breytinga, hvort heldur
er í súra eða basiska átt. Mótstaða þessi er talsvert
mismunandi mikil eftir eðli og uppruna jarðvegsins.
Þessi áhrifsmótstaða (Stödpudevirkning) hefir mikið
gildi sem jafnvægisafl í virkni jarðvegsins. Eftir því,
sem hennar gætir meira, er minni hætta á, að jarð-
vegurinn falli til sýringar, en hinsvegar þarl' þeim
mun meira til þess að breyta honum í basiskara á-
stand, ef hann þykir of súr.
Hversu mikil þessi áhrifsmótstaða er, veltur á tcg-
und og magiii þeirra efna í jarðveginum, scm vegna
efnis- eða eðlisáhrifa geta bundið eða losað þær far-
eindir, sem annars ákveða sýruástandið. Hið helzta,
sem er talið að komi til greina í þessu efni eru kola-
súr kalksambönd, fosfórsúr sölt, moldarsýrur o. fl„
og þá ekki sízt, hversu mikil svifefnin eru og hvernig
þeim er háttað.
Við venjulega sýrumælingu korna því aðeins fram
hin virku sýruáhrif (Aktuel Surhedsgrad) jarðvegs-
ins, þ. e. afleiðing af hlutfallinu milli virkra H+ og
HO+ einda við það ástand, er fyrir liggur. Við mæling
áhrifsmótstöðunnar kemur fram heildar sýru- eða
basamagn hans (Potenliel Surhedsgrad), þ. e. hve
mikið hann kann að hafa af efnum, sem hafa að-
stöðu til þess að mynda virka H+ eða HO^- eindir,
sem koma fram jafnóðum og einhver öfl raska hlut-
fallinu milli þeirra virku H+ og HO+ einda, er
fyrir eru.
Hvernig íslenzkum jarðvegi yfirleitt er farið um
áhrifsmótstöðu er ekki rannsakað. í sambandi við