Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 197
BÚNAÐARRIT
191
Gróðrarfar og sýrustig.
Það var í i'yrstu ætlun min að bera saman sýrustig
og gróðrarfar, ef slíkar athuganir hefðu getað orðið
til bendingar við jarðræktina. En ákveðinn árangur
af því hefir lítill orðið. Veldur þar mestu um, hve
takmarkað það sýrustig reyndist, sem almennt er
hér um að ræða. Af því leiðir, að áhrif frá mismun-
andi sýrustigi hverfa í skjóli margra annara gróðrar-
kjara, sem ákveðnara komu til greina. Verður þá
hvorttveggja, að l'ærri plöntur eru takmarkaðar af
sýrufarinu og að erfiðara er um það að dæma, hvort
planta eða plöntufélag, sem iðulega finnst við á-
kveðið sýrustig, þróast þar sem afleiðing þess, eða það
eru önnur kjör, sem ráða. Ég vil þó geta hér uin nokk-
ur atriði, sem ég hefi veitt eftirtekt.
Af grösunum virðist mér sveifgras ltoma sjaldnast
fyrir á til muna sýrðum jarðvegi. Venjulega er það
vingullimf, sem þar hefir yfirhöndina og svo snar-
rótarpunturinn, sem annars virðist injög hundinn við
raka ástandið. Vingullinn er einna tíðasti hlendingur-
inn í hálfgresisgróðri á mýrlendi og á gömlum tóftar-
rústum. Á húsþökum úr mýratorfi er það oft aðal-
grasið, en hvorltveggja er venjulega nokkuð súrt. Lín-
grösin koma oft fyrir á súrum jarðvegi, og það ekki
síst skriðlingresið, sem sumstaðar hreiðir sig um súra
eðju með lækjuin og á hálfþurrum tjarnarbotnum.
Virðist það ekki koma heim við athuganir Olsens i
Danmörku. sem fyr er getið.
1 gulstararflóum hefi ég víða fundið um pH 6,0, eu
þær mælingar eru alltof fáar. Hvítsmári virðist þrif-
ast sæmilega að minnsta kosti ofan í pH 6,2. Það
sýrustig, en víðast hærra, hefi ég fundið á ýmsum
árbökkum smáravöxnum. Um elftingu þykist ég hafa
fengið þá reynslu, að hún velji sér ekki mjög súran
jarðveg. Elftingarbakkarnir eru sjaldnast mjög súrir,