Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 198
192
B Ú N AÐ A R R I '1'
né þær mýrar, sem hún vex í. En hún virðist hneigð
fyrir grugg og járn. Brokið virðist hafa mikið þanþol
allt frá súrustu flóum upp í pH 7,0, en er þó mjög
smávaxið er næst dregur áhrifslausu, enda um þurr-
lenda jörð að ræða.
Ýmsar athuganir í sambandi við rannsóknirnar
á sýrufari jarðvegsins.
Það, sem einna mest vakti athygli mína og undr-
un, þegar ég fór að sjá útkomu þessara mælinga
var það, hve lílið jarðvegur hér reynist súr, miðað
við alla aðstöðu og við samanburð á jarðvegi ná-
grannaþjóðanna. Meðal annars má taka tillit til þess,
að jarðvegsmælingar þær frá útlöndum, sem sýndar
eru á skýrslunni hér að framan, eru flestar frá rækt-
uðu landi. Tölur frá mýrum og öðru óræktuðu landi
myndu sýna enn lægri útkomu. Þar, sem um heina
kalkmyndun er hér ekki að ræða til þess að vega móti
sýrumynduninni, hlutu því að vera einhýerjar or-
sakir til staðar, sem ákveða sýrustig okkar jarðvegs
á annan hátt, en í nágrannalöndunum. Kemur þar
samanhurður úrkomunnar lil greina. Hún er talsvert
mismunandi hér á landi, án þess þó, eftir því að dæma
sem fyrir liggur, að setja skarpan skilsmun á sýrustig
landshlutanna. Og þó hún sé hér sumstaðar minni en
i mörgum landshlutum erlendis, er hér aftur á móti
kaldara og uppgufun því minni. Þar getur því tæj)-
ast legið nein meginorsök. Þá getur einnig komið til
greina hve lengi jörð liggur hér lrosin að vetrinum. Á
meðan er hún vatnsheld, og geta því ekki skolast
uppleyst efni úr yfirborðslaginu til neðri jarðlaga.
Eg þori ekki um það að dæma, hver áhrif þetta kann
að hafa. En jörð iiggur einnig lengi frosin t. d. norð-
an til í Svíþjóð og í Finnlandi, og er mér ekki kunn-
ugt um að þess gæti svo mjög um sýruástandið í
þessum héruðum. Þá virðist gróðurfarið nokkru ráða