Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 199
BÚNAÐARRIT
193
nm sýiuástandið. Þannig reynist laufí'all af furu, greni
og lyngi mynda súrari jarðveg, heldur en birlti og
fleiri lauftrjátegundir, en þær þó súrari en gras.
Jtaunkær hefir fyrir Daninörku liomizt að þeirri nið-
urstöðu, að þessi munur myndi nema ca. pH 2,0 milli
greniskóga og grass og ca. pH 0,39—1,0 milli lauf-
-skóga og grass (23). Ef til vill er munur á grasgróðri
í þessum efnum, og ekki veit ég hver afstaðan er
milli mýragróðurs og valllendis, en þó jurtagróður
Islands hefði litla tilhneigingu til þess að gefa súra
jörð, væri það heldur ekki nóg skýring.
Þá kcmur að því atriði, þar sem ísland hefir meðal
margs annars ákveðna sérstöðu. Mikið af eldfjalla-
ösku hefir hvað eftir annað horizt um landið, einkum
á vissum svæðum, og ofan af fjöllum og miðbikshá-
Jendinu herst árlega með veðrum ekki alllítið af svil-
efnum og sandryki. Þótt gera megi ráð fyrir, að þessi
l'okefni hafi tapað mjög efnum og breyzt frá því er
þau voru hluti af herginu sjálfu, mun það þó fara
mjög eftir upprunaefninu, hvern frjómátt þau hafa
>og eðli til sýrustigsákvörðunar í jörðinni.
En þá er komið að því atriðinu, sem skipt getur
miklu máli, en það er: Hvernig er háttað áhrifum
islenzkra hergtegunda við veðrun og upplausn í
jarðvatninu? Til þess að svara þessu til hlýtar,
barl' fjölbreyttari rannsóknir, en ég hefi haft ráð
á, en nokkrar athuganir hefi ég gert, sem að þessu
hníga.
Athuganir þessar liafa skipzt í eftirfarandi þætti:
1. Athuganir á sýrustigi vcffraðra bergefna, þar sem
J>au að litlu Icyti eru blönduð moldarmyndandi
efnum.
AthUganir þessar hefi ég helzt gert undir kletta-
beltum eða í giljum, þar sem liið veðraða hrun bergs-
ins hefir myndað sand- og leirkendan steinefnajarð-
'veg, snarhallandi niður frá berginu, án þess að jurtir
13