Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 200
194
BÚNAÐARRIT
hafi náð að festa þar rætur og stofna til moldar-
myndunar.
Sýnishorn af þessum steinefnajarðvegi hafa reynst
talsvert mismunandi eftir gerð bergsins. Af basalt-
myndunum hafa þau reynst frá pH 6,6—7,8. Fleiri
þó með basiskum áhrifum. Ég hefi aðeins haft fá
tækifæri til þess að mæla líparítmyndanir á þennan
hátt, en þær hafa reynst lægri og misjafnari. Frá pH
4,8—6,8. Þar, sem lægst sýrustig hefir reynst í líparít-
myndunum, hefir kennt brennisteinsáhrifa við efna-
rannsóknir.
Athuganir þessar benda til, að sundurliðun íslenzkra
hasaltmyndana vegna veðrunaráhrifa leiði til mjög
veiksúrra til basiskrar jarðvegsmyndunar, áður en
áhrif moldarmyndandi efna koma til. En að þetta só
á mismunandi stigi eftir gerð viðkomandi bergs.
2. Athuganir á áhrifamætti fínustu sandkorna jarð-
vegsins. Til þessa hefi ég valið sand- og leirkenndan
jarðveg. Moldin og fínustu leirefnin eru þvegin frá
og botnfallið fínsigtað, svo stærri sandkorn væru úti-
lokuð. Með því að mylja þetta sand- og leirkennda
hotnfall, gaf það alltaf hærri pH-tölu en jarðsýnis-
hornið sjálft. Sum sýnishorn yfir pH 7,0.
Þetta bendir til þess, að þrátt fyrir aldalanga upp-
lausn, eigi hin fínni steinkorn jarðvegsins enn eftir
ónotuð efni til þess að miðla af til basiskra áhrifa,
og þá um leið til næringar og gagns fyrir gróðurinn.
í erlendri jörð, af forngrýtis uppruna (Grund-
fjæld) og af sumum botnfelldum (Sedementær) berg-
tegundum, eru þessi korn talin vera að miklu leyti
kvars, en hann verkar ekki til basiskrar upplausnar„
jafnvel þólt mulinn sé. Hér virðist hans lítið gæta.
Þannig sjást við smásjárrannsókn feldspat-fletir á
fjölda þessara smákorna, og svo er nokkuð eftir af'
hinum dökku steintegundum.
3. ísaldarleirinn. Þess hefir áður verið getið að eðli.