Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 201
BÚNAÐARRIT
195
hans lægi í basislta átt, þar seni hann hefir ekki orfíiö
fyrir því meiri utanaðkomandi áhrifum. Nú er hann.
þó ekkert annað en bergmél, sem „Gróttukvörn“
risavaxinna jökulbungna hefir malað úr bergundir-
lagi sínu öldum saman og fyrir þúsundum ára. Með
samanburði við leir forngrýtislandanna, sem víða er
súr, nema þá kalkmyndanir hafi malast saman við,.
beridir þetta á basamátt okkar bergtegunda.
4. Atliuganir um upplausn bergtegunda. Þá hefi ég
gert noltkrar athuganir um upplausn hergtegundanna
sjálfra með hliðsjón af því, að lílct væri eftir afstöðu
þeirra í jarðarvatninu. Sökum þess, að ég hafði yfir-
leitt séð því haldið fram, að það væru liin sýrukendu
áhrif vatnsins, sem aðallega ynnu að þvi að leysa
upp steinkorn jarðvegsins; reyndi ég þetta í fyrstu á
veikri upplausn af saltsýru eða kolsýru pH* 4—6.
Kom þá brátt í ljós, að 1—2 gr. af muldu grjóti, í 20
cm.3 af þessari efnaupplausn, hækkaði strax pH-tölu
upplausnarinnar, en þó mjög mismunandi eftir því,
hverskonar bergtegundaafbrigði ég notaði. Ég reyndi
þelta þá einnig á ósýrðu vatni, og urðu áhrifin á
sömu leið. Upplausn steinduftsins eða eindaáhrif
þess í vatninu, urðu því meiri og sérstaklega fljót-
virkari, þess fínna sem grjótið var mulið. Alltaf komu
áhrifin strax í Ijós, cn styrkleiki þeirra óx eftir því
sem lengra leið, þó um mismunandi langan tíma eftir
afbrigðum.
I stað þess að fínmylja grjótið reyndi ég einnig að
mylja það í grófsands stærð. Skola vandlega burt allt
fínduft og láta það i glas ineð sýrðu eða ósýrðu vatni.
Mér til mikillar undrunar komu hér sömu einkenni í
Ijós, en nú tók það lengri tíma. Gerði vart við sig á
1.—3. degi, en l'ór vaxandi að styrkleik svo vikum
skipti. Ég reyndi einnig að skipta um á sýnishorn-
unum, hella upplausninni af og bæta nýrri í staðinn.
Á flestum bergafbrigðum fóru áhrifin minnkandi og