Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 204
198
B Ú N A Ð A R R I T
eða hve mikið af efnum leysist á þennan hátt, og á
þessum takmarkaða tíma. Eflaust er það mjög lítið,
þótt það finnist á liina hárfínu vog sýrumælinganna.
Með einföldum aðferðum hefi ég þó orðið var járns
og kalsium. Við þessar athuganir kemur fram sláandi
líking milli ísaldarleirsins gamla og þess leirs, sem
myndast við fínmulning grjótsins með einföldum
verkfærum. Leirinn virðist hafa haldið mikið til ein-
kennum sínum gegnum aldirnar, þar sem hann hefir
ekki orðið fyrir því meiri áhrifum. Að hann er yfir-
leitt minna basiskur getur verið afleiðing útþvottar
þess, sem hann varð fyrir í vatnaganginum um leið,
og eftir að hann myndaðist.
Ég hefi reynt að blanda saman sýrðri mold og
basiskum jökulleir eða fínnnddu grjóti, hvorttveggja
hækkar j)H tölu jarðvegsins, en mismunandi eftir
sýrustiginu og hve miklu er hlandað saman við, en af
fínmulningi úr basislcum steini þarf þó miklu minna
lil þess að ná sama árangri.
Þegar ég byrjaði á þessum athugunum vissi ég ekki
um, hverjar rannsóknir kynnu að hafa verið gerðar
á þessu sviði um erlendar bergtegundir. Flokkum
jarðfræðinga, fyrir löngu gerð, i súrar og basiskar
hergtegundir, var eingöngu byggð á kisilsýruinnihald-
inu, eins og það kom fram við algerða efnagreiningu.
Síðan hafa mér orðið kunnar nolckrar rannsóknir, er
gerðar hafa verið um sýru eða hasaáhrif ýmsra berg-
tegunda í muldu ástandi, en þær munu þó enn vera
fáar. Þeir, sem við þetta hal'a fengizt fram undir síð-
ustu ár, hafa aðeins notað lakkmúspappír og því ekki
getað ákveðið neitt í tölum, en við þessar ránnsóltnir
kom þó í ljós, að jafnvel hinar „súru“ bergtegundir
gátu haft basisk áhrif. Ali'red Áslander (2) mun sá
fyrsti, er notaði nýrri sýrumælingatæki við þessar
rannsóknir (1928), en athuganir hans ná aðeins yfir
fornbergtegundirnar gneis og granit. Hann notaði ein-