Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 205
BÚNAÐARRIT
199
ungis vatn og eingöngu fínmalað grjót. Útkoman á
15 sýnishornum hjá honum varð pH 7,ö8—8,31, eða
líkt og meðalsterk afbrigði af ísl. grjóti hjá mér, en
hærri en norsku forngrýtissýnishornin. En hans sýn-
ishorn virðast hafa tapað t'ljótt basamætti við skolun,
og þurft að vera í mjög finmuldu ástandi til þess að
gefa þennan styrk.
Litlu síðar, 1929, tók Olaf Tamm leirmyndun og
upplausn tveggja feldspattegunda til nákvæmrar rann-
sólcnar (24). Hann notaði hæði sýrt og ósýrt vatn, og
féklc meiri upplausn i sýrðu vatni. En rannsóknir
hans sönnuðu, að talsvert af efnum gengu í upplausn
frá örsmáum feldspatkornum í ósýrðu vatni, og ollu
basiskum áhrifum, en á þessum feldspattegundum
fór þessi upplausn mjög l'ljótt þverrandi með stækk-
un kornanna.
Niðurstaðan af þessum rannsóknum mínum, það
sem þær ná, og með hliðsjón af rannsóknum á er-
lendu grjóti bendir til þess, að ísl. hasaltmyndanir
séu frekar auðleystar, skilji eftir litlar kvarskendar
leifar, og að þær séu yfirleitt það auðugar af hasisk-
um efnum, að þær ýmsum bergtegundum fremur hafi
af nokkru að miðla jarðveginum jafnóðum og upp-
lausn fer fram. Þetta gæti svo átt sinn þátt í því að
móta sýrufarið í islenzkum jarðvegi.
Rannsóknir á vatni.
I sambandi við fyrrgreindar athuganir mínar,
um afstöðu bergtegundanna til sýrustigs jarðvegs-
ins og ástands hans yfirleitt, vildi ég kynna mér
nokkuð hvernig háttað væri með sýrufar vatnsins,
og hver munur kynni að koma þar fram eftir af-
stöðu þess til jarðvegs og jarðlaga.
Koma þar til greina ltaldar uppsprettur og heitar,
hergvatnsár og jökulár.
1. Ilaldar uppsprettur. Samkvæmt lögmálinu um