Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 206
200
BÚNAÐARRIT
eindaástand vatnsins (Vandets dissóciationskonstánt),
sem áður er getið, á nákvæmlega hreint vatn að.
vera óvirkt eða pH 7,0. En vatn sem er í snertingu
við loftið leysir alltaf upp nokkuð af kolsýru frá því,.
og verður því pH tala fyrir ósoðið hreint vatn nokkru
lægri eða pH (5,5—6,(5. Rigningarvatn er venjulega
lítið eitl lægra. Það vatn, sem er hærra en þetta, má
því álykta að sé eitthvað mengað basiskum efnum.
Á ferð sinni í jörðinni hefir uppsprettuvatnið kom-
ist í nána snertingu við yfirborðsjarðveginn og svo.
jarðlög eða þerg niðri í jörðinni. Úr jarðveginum get-
ur það tekið í sig sýrukend eða basisk efni, hvort
meira vegur, er undir ástandi jarðvegsins komið,
Lengra niðri í jörðinni geta þessi efni sumpart geng-
ið úr upplausn, sumpart bæst við efni frá jarðlögun-
um. Uppsprettuvatnið getur því l)orið nokkurt vitni
um jarðveg þann, sem það hefir sigið gegnum, en
oft þó meira um jarðlög þau dýpra niður, sem þaS
kemur frá.
í þeim sýnishornum, sem ég hefi náð í, er vatniS
yfirleitt uinfram inengað basisltum efnum. Ég hefi
tekið vatn úr hrunnum, dýuin og öðrum uppsprett-
um liingað og þangað en þó aðallega i Húnavatnssýslu.
Sumt af þessu vatni er rétt neðan við og um pH 7,0,
en meiri hlutinn er dálítið hasiskum, frá pH 7,0—7,6,
algengustu tölurnar eru pH 7,2—7,4. Vatn, sem sigið
hefir fram á milli herglaga, hefir alltaf reynzt bas-
iskt frá 7,2—7,4, og cindatalan hin sama, hvenær sem
mælt er. Aftur getur uppspretta, sem síast ofan á jarð-
lagi, sem grunt er á, s. s. sumar mýrauppsprettur,
verið misjafnar að áhrifum, eftir því hvenær mælt er,
en ekki hefi ég gerl mér grein fyrir, hvort það stendur
nokkuð í sambandi við úrkomumagn eða eitthvað
annað, enda ekki gert þær mælingar reglulega.
2. Heitar uppsprettur. Þar sem kalda vatnið flytur
þannig með sér uppleyst efni úr herglögum og jörð,