Búnaðarrit - 01.01.1935, Qupperneq 208
202
BÚNAÐARRIT
livenær vatnið cr tekið. Yfirleitt eru ár og lækir eitt-
hvað basiskir. Þó kemur það fyrir, ef mikið berst í
þá af snjóvatni, án þess að jarðrót eða litur á vatni
fylgi, að eindatalan fellur ofan fyrir 7,0. Sömuleiðis
hefi ég hitt á læki, sem jafnaðarlega leika á 6,6—6,8.
Eru það helzt lækir, sem koma úr uppistöðutjörnum í
mýraflóum. Þó hefir mér ekki reynzt það algild regla,
að mýrasamsig sé súrt. Smálæltir leika að jafnaði á
pH 7,0—7,4; stærri ár, með lengri aðdraganda, á pH
7,2—7,8.
Ef dæma má eftir þrem sýnishornum, teknum sum-
urin 1933 og 1934, virðist Giljá í Þingi hasiskasta
árin, sem ég licfi mælt. Hún reyndist frá pH 7,6—7,8.
Öll skiptin tært vatn. Áin kemur úr þröngum fjalla-
dal og rennur um eyrar og gljúfur. Bergmyndanir í
þeim dal eða árgilinu heí'i ég enn ekki skoðað, en
sennilega er þar eitthvað auðleyst og basiskt.
Samkvæmt nokkrum athugunum um breytingar á
ám og lækjum við skolun í flóðum er hún mismun-
andi. Ol't liefir hún í för með sér lækkandi pH tölu,
s. s. í snjóleysingaflóðum, en getur einnig leitt til
nokkurrar hækkunar. Er heldur ekki sama hver árin
er. Þannig komst Víðidalsá meðan á í'lóði stóð síðast-
liðið sumar úr pH 7,4 upp í 7,7, en lækkaði svo er
l'lóðið var afstaðið. Víðidalsá er eina áin, sem ég hel'i
mælt nokkuð að staðaldri. Eg byrjaði mælingar á
henni í maí 1933. Var hún þá í pH 7,2. Síðan sfná-
hækkaði hún eftir þvi, sein á leið, en þó með smærri
sveiflum á milli, og náði hámarki í ágúst og fyrri
hluta september með pH 7,75, en fór svo lækkandi
ofan í 7,25 síðast í október. í maí í vor var hún í 7,3,
en að flóði undanteknu fór liún hægt hækkandi lir
því. Var í byrjun júlí í 7,5 en lækkaði síðan, og var
siðari hluta sumars og í haust í pH 7,2—7,4. Víði-
dalsá rennur mestalla leið á eyrum og í gljúfrum þar
til niður á láglendi kemur, þá milli valllendisbaklta