Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 210
204
BÚNAÐARRIT
vegur sá, sem það kemur undan. Ei' svo er, sem þess-
ar athuganir benda til, að eitthvert samband sé milli
úrkomumagnsins og sýrufars ánna, þá ætti það að
vera þannig, að því meir sem berst í þær af snjó eða
nýrigndu yfirborðsvatni, sem ekki hefir haft tækifæri
til þess að ganga gegnum jarðveginn og taka þaðan
uppleyst efni, þess nær er það ástandi hins hreina
vatns, og þess minna gætir einnig þess, sem áin
kann að leysa úr bökkum sínunl og botni, nerna þá að
vöxtur sé svo mikill, að umrót komi til. Er því ekki
ósennilegt að nokkurt samband sé á milli sýrufars
ánna og innihaldi þeirra af leystum steinefnum, sem
þýðingu hafa fyrir gróðurinn.
Hins vegar bendir þetta á, að allmikið efnalát eigi
sér stöðugt stað við niðursig vatnsins í ísl. jarðvegi.
En að hann þrátt fyrir það þó heldur sýrufari sínu
innan svo rúmra takmarka, sé því að þakka, hve auð-
ugur hann er af leysanlegum steinefnuin, sem stöð-
ugt hlaupa í skörðin er önnur losna og berast burtu.
4. Jökulár. í sambandi við athuganir mínar um
áhrif bergtegundanna í upplausn, hafði ég ætlað mér
að gera jökulánum nokkur skil, en úr því hefir orðið
minna en ég vildi. Jöklana á hábungu íslands má
skoða sem leifar hinnar fornu og stórfenglegu is-
aldar. Þeir halda enn áfram verki hennar, þótt í smærri
stíl sé, mola niður bergið og búa til glænýjan ísaldar-
leir, sem þokast niður mcð skriðjöklum og þvæst út
í jökulárnar. Þennan nýja leir vildi ég gjarna ná í og
jökulvatnið vildi ég prófa hvort ég yrði var áhrifa hans
á jökulvatnið- Eg hefi því útvegað nokkur sýnishorn
úr ýmsum ám, bæði hér norðanlands og undan Vatna-
jökli. Yfirleitt kennir basiskra áhrifa i þessum ám,
þótt engin þeirra komist eins hátt og sumar bergvatns-
árnar, en þess má gæta, að hér er um ísvatn að ræða,
sem þarf vott af basiskum áhrifum til þess að kom-
ast í pH 7,0. Af ám norðanlands hefir Blanda mælst