Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 211
B Ú N A Ð A R RIT
205
liæðst, pH 7,4. Tekið framan við Svartá að áliðnu
sumri. En aí' ám, sem ég hefi náð í sunnanlands,
Jölculsá á Breiðamerkursandi, pH 7,2. En til þess að
sýnishornin hafi fullt gildi, þarf þess að gæta, að árn-
ar séu skolaðar af jökulleir, en ekki af útþvegnu
gruggi, og í öðru lagi, að þær hafi ekki orðið fyrir
áhrifum af bergvatnsám, er í þær hafi fallið. í þessu
liefi sýnishornunum verið meira og minna áfátt, og
þykist ég því eltki hafa fengið svo ábyggilegar niður-
stöður, að ég sé ánægður með þær. Með þessu eru þó
fengnar mikilsverðar líkur fyrir því, að hergduftið,
sem l)landast jökulánum, eigi sinn þátt í að miðla
þeim basiskum áhrifum, um leið og það auðgar þær
af uppleystum efnum. Þetta hefi ég einnig fengið
glöggt í Ijós við lítilfjörlega eftirlíkingu. Sé tekið snjó-
vatn i tilraunaglas og fáein duftkorn ai' muldu grjóti,
liæfilega mörg til þess að gera jökulárskollit, þá reyn-
ist þetta, allt eftir styrkleik þess bergafbrigðis, sem
notað er, ca. pH 7,1—7,3.
Niðurlag.
Með þessu er þá að noltkru gerð grein fyrir þeim
rannsóknum, sem ég hel'i gert um sýrul'arið í íslenzk-
um jarðvegi og þeim athugunum, sem ég samhliða
þeim heli gert um ýms þau atriði, sein helzt kynnu
að koma til greina við mótun þess.
Þetta starf ber að sjálfsögðu vott þeirrar takmörk-
uðu aðstöðu, sem ég hefi hal't til slíkra rannsókna og
■einnig hins, að mér hefir ekki tekizt á þessum skamma
tíma, að gera þær svo yfirgripsmiklar, sem æskilegt
væri. Þær þurfa því að styðjast fleirþættari áfram-
haldandi rannsóknum, svo nánari upplýsingar fáist
og full vissa um ýmislegt það, sem nú verður að setja
fram í ályktunarformi. Með þessu tel ég þó fengnar
nokkrar upplýsingar um vissa þætti í íslenzku nátt-
úrufari, jafnframt og það bendir til nokkurrar úr-