Búnaðarrit - 01.01.1935, Síða 214
208
BÚNAÐARRIT
verður að svo komnu ekki sagt um, enda engin til-
raun gerð lil rannsókna í þá átt.
5. Að meðal annars virðist það stuðla til þess, að
bergtegundirnar þannig geta mótað sýrufarið í okkar
jarðvegi, hversu steinefnin eru víðast hlutfallslega
mikil og fíndeild í jarðveginum, og að korn þessi
eru að svo iniklu leyti feldspat, ágit o. fl. efnaríkari
steintegundir, en að minna leyti torleystur kvars.
0. Að leysanleiki steinefnanna hefir það í för með
sér, að jarðvegurinn auðgast af leifum þeirra, jafn-
óðuin og leysing fer fram, í formi ólífrænna svifefna,
sem svo, samhliða lífrænum svifefnum, hefir áhrif á
eðli jarðvegsins og stuðlar að verndun efnanna fyrir
skolun. Þótt ég enn hafi ekki gert beinar mælingar á
þessum svifefnaforða, né reynt að ákveða hvernig
honum er háttað, hefir hann við þessar inælingar
komið í Ijós í því, hve hlutfallslega er erfitt að fá
meginhluta ísl. jarðtegunda til þess að botnfalla, svo
tær upplausn fáist.
7. Að ineð hliðsjón af sýrufarinu í jarðsigsvatni, og
hve ár og lækir yfirleitt eru basiskir og ennfremur,
samkvæmt þeim bendingum, sem fengizt hafa af þeim
fáu efnagreiningum af islenzkum ám, sem gerðar liafa
verið, virðist að talsvert efnalát eigi sér stöðugt stað,
við niðursig vatnsins gegnum jarðveginn, og það
þrátt fyrir allgóða eiginleika hans til efnavarðveizlu,
sem meðal annars er bundin við svifefnin. Að jarð-
vegurinn þrátt fyrir þetta, helzt innan svo rúmra
sýrufarstakmarlca, bendir til þess, að hér fari fram
tiltölulega ör basaskipti (Basudvexling) og að ný-
leysing efna sé það ör, að hún sé nægileg til þess að
halda svifefnaforðanum nægilega mettuðum basisk-
um efnum, svo að sýruástandið geti haldist innan
vissra takmarka í jarðveginum. Að þessu leyti getur
sýrufarið borið vott um auðveldan aðgang fyrir gróð-
urinn til þeirra næringarefna, sem hér er um að ræða.