Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 222
BUNAÐAHRIT
21«
hagsnefndar, sem þess vegna fjallaði um fleiri inál en
hjá henni eru talin.
Al'greiðsla sumra inála var óhein, í sambandi við
fjárhagsáætlunina, eða þeim var vísað til stjórnar-
innar.
II. Afgreidd mál.
Hér á eftir verður skýrt frá þeim málum, er þingið
hafði til meðferðar, efni þeirra og meðferð, — án þess
þó að rakinn verði allur ferill málsins, eða getið allra
tillagna, sem l'ram komu í hverju einstöku máli — og.
úrslitum.
Verða málin fyrst flokkuð eftir nefndum, en máluin
innan söinu nefndar raðað eftir skyldleika, eftir því
sem hentast þykir, án tillits til þess í hverri röð þau
komu fyrir þingið.
A. Frá fjárhaj»s- og reikninganefnd.
1. Mál nr. 1<).
Reikningar Búnaðarfélags íslands árin 1933 og 1934.
Þskj. 32 og 33. Nefndin lagði fram álil sitt um reikn-
ingana á þskj. 242, svo hljóðandi:
„Fyrir fjárhagsnefnd hafa verið lagðir reikningar
Búnaðarfélags íslands fyrir árin 1933 og 1934, svo og
álitsgerð endurskoðenda.
Nefndin leggur til, að reikningarnir verði samþykkt-
ir eins og þeir liggja fyrir. Hinsvegar vill nefndin leggja
sérsaka áherzlu á það, við stjórn félagsins, að fjár-
hagsáætlun sé fylgt sem ýtarlegast, og umfram allt, að
reikningarnir verði ekki með tekjuhalla, svo sein varð
á síðasta ári, 1934: kr. 3518,64."1)
Samþykkt með 11 sainhljóða atkvæðum.
1) Sjá athugascmd aftan við kingtíðindin.