Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 244
B Ú N A i) A R R I T
38
greiðsla fyrir búreikninga „Búreikningafélags
Andakílshrepps", ef hann veitir því forstöðu.“
„2. Verði stol'nuð ný búreikningafélög ber að
borga þeim kr. 30,00 fyrir hvern fulluppgerðan
búreikning, enda séu þeir sendir þeim, er stjórn
Búnaðarfélags íslands felur að vinna úr þeim.“
Samþykkt með 11 samhlj. atkv.
6. Gjaldliður 10. a., þskj. 231:
„Búnaðarþingið ályktar að fela stjórn Búnaðar-
félags íslands, að leita sem fyrst eftir hagstæðari
samningum, en félagið hefir átt við að béia um
skeið, um prentun, pappír og heftingu Búnaðar-
ritsins og annars, er félagið þarf að lála prenta.“
Samþykkt með 13 samhlj. atkv.
7. Gjaldliður 11, þskj. 270 (byggt á tillögu jarðrækt-
arnefndar um mál nr. 11 á þskj. 140):
„Búnaðarþingið samþykkir, að kornræktinni i
Reykholti verði sett eftirfarandi skilyrði fyrir
styrkveitingunni:
„1. Að sá maður, sem hefir hina verklegu um-
sjón Kornyrkjunnar með höndum næstu 5 árin, sé
samþykktur af Búnaðarfélagi íslands.
2. Að félagið undirgarigist að leigja þreskivél
sína með rýmilegum kjörum, kórnyrkjumönnum
í nærliggjandi sveitum til afnota, að svo miklu
leyti sem það þarf eigi að koma í bága við afnot
félagsins sjálfs af henni.“
Samþykkt með 11 samhlj. atkv.
„Verði slíkir styrkir sem þessi veittir í fram-
tíðinni, telur Búnaðarþingið rétt, að það sé sett
sem skilyrði, að nokkur reynsla sé fengin fyrir
því, að korn, að minnsta kosti bygg, geti þroskast
sæmilega í flestum árum á staðnum eða í ná-
grenni hans.“
Samþykkt með 7:3 atkv.
Tillagan í heild samþykkt með 9 sariihlj. atkv.