Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 253
B U N A Ð A R R 1 T
247
Því það er vafalaust rétt stef.ua, að gera verklegt nám
að skilyrði fyrir búfræðiprófi, en lil þess þetta nái til-
gangi sinum þarf einmitt að vanda mjög vel allt fyrir-
komulag á þessum lið búnaðarfræðslunnar. Það er líka
víst, að sá verknemi, sem stundað hefir bóklegt bú-
fræðinám, hefir að öðru jöfnu miklu betri skilvrði til að
tileinka og hagriýta sér það, sein kennt er i verklegu
námi. Þar af leiðandi ber að tengja þessa liði búnaðar-
i'ræðslunnar sem fastast saman.
Eins og nú standa sakir, þá er búfræðinemunum jell-
að að leysa sitt verknám af höndum á bændaskólun-
um, en svo framarlega sem aðsókn að þeim er sæmi-
leg má þetta teljast ókleift. Það er mjög örðugt að
koma við kenslu og eftirliti við verklegt nám, ef mjög
mörgum nemendum er safnað saman á einn stað. Það
er varla hægt og má teljast óframkvæmanlegt til lang-
fram, að hafa nægilega fjölbreytt og mikið verkefni á
bændaskólunum fyrir svo marga nemendur, og af
ýmsum ástæðum öðrum ekki hagkvæmt, að einskorða
verknám húfræðinemá við bændaskólana eina.
Nefndin telur því mjög aðkallandi, að leitað sé eftir
þeim stöðum, er hafa góð skilyrði til að taka búfræði-
nema i verklegt nám og unnið geta í sambandi við
bændaskólana að verklegri menntun nemendanna. Vill
nefndin i þessu sambandi fyrst og fremst benda á til-
raunastöðvarnar á Sámsstöðum og hjá Ræktunarfélagi
Norðurlands sem mjög vel fallnar til þessa. Tilrauna-
stöðvarnar þurfa eðlilega á mun meiri vinnukrafti að
halda að sumrinu en á veturna og geta því auðveldléga
bætt úr þessari þörf með verknemum, en hafa á hinn
bóginn mjög fjölbreytta jarðrækt, og þar geta nem-
endur kynzt ýmsum nýungum í ræktunarmálum. Fyr-
irmyndarbú, hvort heldur þau eru rekin af ríkinu, liér-
uðum eða samböndum eða einstaklingum geta og kom-
ið til greina í þessu sambandi.
Til mála getur og komið, að sérgreina verknámið