Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 254
248
.B U X A Ð A R R I T
nieira en gert hefir verið, þannig að nemendur, sem
t. d. óska að leggja sérstaka stund á garðyrkju, geti
leyzt silt verknám af hönduin þar sem slíka fræðslu
er helzt að í'á o. s. frv.
Með tilliti til þessa leggur nefndin lil að eftirfarandi
lillögur verði samþykktar:
„Búnaðarþingið vísar erindi Búnaðarsambands Suð-
urlands, um styrlc til verklegs náms, til stjórnar Bún-
aðarfélags Islands og tclur sjálfsagt, að verknemar í
Gunnarsholti og á Sámsstöðum, geti orðið styrks að-
njótandi, ef þeir uppfylla selt skilyrði, samkvæmt gild-
andi reglum á hverjum tíma, um verklegt nám á vcg-
um Búnaðarfélags íslands.
Hinsvegar telur Búnaðarþingið æskilegt, að stjórn
Búnaðarfélagsins taki til endurskoðunar reglur um
verklegt nám, og geri á þeim þær hreytingar, er nauð-
synlegar kunna að vera, vegna fenginnar reynslu eða
breyttrar aðstöðu.“
„Búnaðarþingið telur nauðsynlegt og mjög aðkall-
andi, að nokkrar breytingar verði gerðar á tilhögun
verklegs náms við bændaskólana, og felur stjórn Bún-
aðarfélags íslands að leita samvinnu við þá og ríkis-
stjórnina um lausn á eftirfarandi atriðum:
t. Bað sé athugað gaumgæfilega, hve marga verknema
hvor bændaskóli geti haft i verklegu námi árjega,
með tilliti til Jiess að verkefni séu nægileg og auð-
velt sé að veita nemendunuin viðunandi alhliða
verklega kennslu.
2. Það sé rannsakað ýtarlega, hvaða stofnanir, aðrar
en bændaskólarnir geti tekið búfræðinema í verk-
legt nám og veitt þeim eigi lakari námsskilyrði, en
þ.eir hafa á skólabúunum.
8. Reynt sé að koma á samvinnu milli bændaskólanna
og þessara stofnana, um að þær, samhliða skólun-