Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 261
B U N A t) A R R I T
255
landbúnaðarins, er flutt var á síðasta Alþingi, með
eftirfarandi breytingum:
Aftan við 5. gr. bætist:
„Forstöðumenn tilraunanna skipti með sér verkum
þannig: að hver þeirra kynni sér alveg sérstaklega ein-
hvern ákveðinn þátt eða þætli tilraunastarfsins.“ Samþ.
með 14 samhlj. atkv.
Á eftir 5. gr. komi ný grein, er verði 6. gr., og hljóði
svo:
„Allar þær vísindastofnanir, sem ríkið kostar og
standa í nánu sambandi við jarðrækt eða kvikfjárrælct,
s. s. rannsóknastol’a í þágu atvinnuveganna, efnarann-
sóknastofa ríkisins, eða aðrar þær stofnanir, er settar
kunna að verða á fót til að leysa hliðstæð verkefni,
skulu veita tilraunastaríseminni þá aðstoð, er nauðsyn-
leg kann að vera, til þess að tilraunin beri sem fyllstan
árangur.“ Samþ. með 13:1 atkv.
6. gr. verði 7. gr.'og hljóði svo:
„Framkvæmd tilraunastarfseminnar skal vera í
höndum tilraunaráðs, er að ölliun jafnaði starfar i
tveim deildum, jarðræktardeild og búfjárræktardeild.
í jarðræktardeild eiga sæli forstöðumenn fjórðungs-
stöðvanna, og einn ráðunautur í jarðrækt, tilnefndur al’
Rf. fsl. í búfjárræktardeild eiga sæti forstöðumenn bú-
fjárræktartilraunanna á bændaskólunum og einn ráðu-
nautur í búfjárrækt, tilnelndur af B. I. Sé uin verkefni
að ræða er varða báðar deildir, skulu þær hafa um
það sameiginlegan fund.
Kveðja skal tilraunaráð starfsmenn B. í. sem og
forstöðumenn þeirra stofnana, er um getur í (5. gr. til
ráðuneytis, eftir því sem málefni standa til, og ætíð er
þeim heimill aðgangur að fundum ráðsins og hafa þar
málfrelsi og tillögurétt.“ Samþ. með 13:1 atkv.
7. gr. verði 8. gr.
8. gr. verði 9. gr. og orðist svo:
„Forstöðumenn tilraunanna skidu árlega senda B. í.