Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 272
BÚNAÐARRIT
2<5fi
og eins og hún stefnir, en sneitt hjú upphrópunum
til ])ess að fullnægja forvitni þess fólks, sem að
mestu gengst fyrir einhverju nýstárlegu og í þeirra
augum skringilegu við sýninguna, sbr. þar sem í
skipulagstillögum fyrir sýninguna er gert ráð fyrir
flokksreiðum á islenzkum hestum um götur Kaup-
mannahafnar o. fl.
4. Að eins og tillögum um fyrirkomulag þessarar sýn-
ingar er háttað, þá megi frekar skoða hana sem al-
menna kynnissýningu um ísland yfirleitt en sýn-
ingu fyrir nokkurn sérstakan aðila, t. d. landbún-
aðinn, jafnvel þótt hún kynni að hafa nokkra við-
skiptalega þýðingu fyrir afurðir hans. Það sé því
eðlilegast, ef til framkvæmda gæti komið, að það
verði ríkissjóður sem heild, scm taki á sig að standa
straum af beinum kostnaði, jafnframt og það er
ríkisstjórnin, sem yrði að hafa forgöngu um aðal-
undirhúning. Hinsvegar ætti Búnaðarfélag Islands
að telja sér skylt að aðstoða eftir föngum við und-
irbúning sýningarinnar, að því er við kemur land-
húnaðinum, og mundi leiða af því noklcur kostnað'
ur fyrir félagið.
Tillaga.
„Búnaðarþingið er hlynnt hugmyndinni um alls-
herjar sýningu í Kaupmannahöfn, einkum ef hægt væri,
og tiltækilegt kostnaðar vegna, að nota hana sem und-
irstöðu áframhaldandi sýninga í fleiri löndum.
Ifins vegar er fjárhag félagsins þannig varið, að það
sér sér ekki fært að Ieggja lram beint tillag, sem nokkru
nemi, enda telur fyrirtæki þetta sem heild vera utan
þess tiltölulega þrönga ramma, sem því er sniðinn um
aðstoð og forgöngu um hrein búnaðarmál. Þó telur
Búnaðarþingið sjálfsagt að Búnaðarfélagið styddi að
undirhúningi þessa máls, íyrir hönd landhúnaðarins,
el' lil framkvæmda gæti komið, og tæki að sínu leyti