Búnaðarrit - 01.01.1935, Side 275
B U N'ADA B B I T
269
er varða 1‘asteignaveðslán landbúnaðarins, flutt á
Alþ. 1934 af landbúnaðarnefnd Nd., þskj. 83, og
Frv. til laga um breyting á 1. nr. 2, 10. fel)r. 1888,
um Söfnunarsjóð íslands, 164. mál, þskj. 84.
59: Fundarsaniþykkt Búnaðarsambands Húnavatns-
sýslu (austurdeildar) 1934 um lækkun vaxta af
fasteignaveðslánum, minnsta kosti oían í 4% og
lækkun íslenzkrar krónu um 25%, þskj. 88.
Nefndin skilaði greinargerð og tillögum á þskj. 195:
G r e i n a r g e r ð.
Það skal viðurkennt, að með lánakjörum þeim, sem
fjöldi manna eru að verða aðnjótandi vegna lánveit-
inga Kreppulánasjóðs, j)á stefnir til mikils léttis fyrir
þá aðila, sem þess geta notið, og þá lil stuðnings fyrir
landbúnaðinn í heild. Kemur þessi stuðningur við
landbúnaðinn í heild einkum fram í hinum hóflegu
vöxtum af þessum lánum og lengd lánstímans, en gætir
minna í afslætti skuldanna — sem að vísu er mikils-
verður fyrir hvern einstakling út af l'yrir sig - vegna
þess að afslátturinn kemur að miklu niður á land-
búnaðaraðilum eða stofnunum þeirra.
En því miður eru horfurnar þannig, að meiri aðgerða
þurli til lagfæringar á lánakjörum landbúnaðarins.
Annar höfuðlánaflokkur landbúnaðarins, fasteigna-
veðslánin, eru að mestu ósnert af þessum ráðstöfun-
lun, en í því lánaformi mun landbúnaðurinn nú skulda
um 17 milljónir, eða um helmingi hærri upphæð en lán-
veitingar Kreppulánasjóðs. Upphæð þessara lána er svo
há og lánþegar svo fjölmargir, að það mundi verða
meðal þeirra ráðstafana, sem yrði til mjög almenns
léttis fyrir landbúnaðinn, ef hægt væri að bæta lána-
kjör þessi svo verulegu næmi.
Samkvænit upplýsingum, er að mestu var aflað af
landbúnaðarnefnd síðasta Aljiingis, skiptust lán þessi