Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 276
270
BÚNAÐARRIT
þannig milli lánsstofnana síðastliðið haust og voru
með þessum kjörum:
Lánsupphæö Vextir °/o Lánstími Ársgreiösla °/o
í Veðdeild Landsbankans . 2500 Jiús. 4 5 5 30—40 6,88—6,23
- Veðd. Búnaðarbankans .. 1500 — 6,5 25—35
- Ræktunarsj. Búnaðarb. . . 5300 — 4—6 5—25 23,4 —7,82
- Byggingar- og landn.sj. . 1900 — 4 42 5
- Söfnunarsjóði - bönkuin og sparisjóöum 1200 — 6 óákv. 6
með sparisjóðskjörum 5600 — 7,5 ýmisk.
- ýmsum öðrum sjóðuin . . Samtals 800 — 18800 þús. 4—5 ýmisk.
Að undanteknum Byggingar- og landnámssjóðs lán-
unuin, munu á mestum hluta þessara lána vera 5—7%
vextir, og ársgreiðslur, sem nema frá 6 upp í 23% af
lánsupphæðinni, eins og hún var upphaflega. Eins og
nú stendur er þetta langt fram yfir það, sem búskap-
urinn yfirleitt getur risið undir. Afleiðing Jjcss óhjá-
kvæmilega sú, að fasteignaveðslánin lenda í megnum
vanskilum. Rau skapa aftur bönkunum fjárhagslega
örðugleika og tap, og það eins fyrir því, ])ótt farin
væri sú leið, sem formlegast liggur fyrir, að ganga að
veðunum. En samtímis þessu verka vanskilin — jafn-
vel þótt vegna fullra vanefna verði — lamandi á heil-
brigðan áhuga manna um að standa í skilum, og grafa
þannig undan því nauðsynlega viðskiptaöryggi, sem alt
að þessu má heita að liafi verið ríkjandi innan land-
búnaðarins.
En hver eru þá ráðin til þess að geta hlaupið ])arna
undir bagga. Vegna skuldataps og mjög óhagstæðra
rekstrarfjárskjara, munu lánsstofnanirnar sjálfar eiga
óhæga aðstöðu með lækkun vaxtanna. Að kasta mikl-
um þunga á ríkissjóð sjálfan vegna slíkra aðgerða, er
neyðarúrræði og tæpast framkvæmanlegt, eins og fjár-
hag nú er varið.
Breytingar þær, sem frumvarp landbúnaðarnefndar
síðasta Al])ingis gerir ráð fyrir, aðallega i sambandi