Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 279
B Ú N A Ð A R R I T
27:i
iniklu mundi nema verðhréfa- og skuldabréfaeign, er
liltækilegt þætti að fella undir þessi ákvæði, er
að svo komnu ekki kunnugt, en eflaust má telja, að
]>að sé mikil upphæð, sem með hlutfallslegri lækkun
gáefi miklar tekjur. Það má því telja liklegt, að þótt
taka ætli alla framangreinda upphæð, sem þarf til þess
að greiða vaxtalækkun fasteignaveðslána landbúnað-
arins með slíkuin skatti, ])á mundi nægja til þess ca.
y4—y3% lækkun á vaxtafæti þess lánsfjár, sem hér
kemur til greina. Hvað lengra væri gengið, til þess að
létta fyrir öðrum framleiðsluatvinnuvegum er utan
verksviðs nefndarinnar að gera tillögur um. En nefnd-
in telur sjálfsagt, að það fé, er safnaðist á þennan hátt,
væri lagt í sérstakan sjóð, og eingöngu notað til vaxta-
lækkunar í þarfir atvinnuveganna, meðan þeir eru í
jafnmiklum þrengingum og nú á sér stað, og meðan
ekki er hægt að hæta vaxtakjörin á annan hátt.
En jafnframt vaxtalækkuninni er eirinig nauðsyn-
legt að lengja lánstíma fasteignaveðslánanna frá því
sem þau standa nú, allt upp í .‘50—40 ár, svo enginn
þyrfti að greiða meira en 5—6% til samans í vexti og
afborgun. Tæki sú breyting að langmestu leyti til lána
Ræktunarsjóðs, sem hefir skemmstan lánstima og hæzt-
ar áileg'ar greiðslur, svo og lil alls þorra lána með
sparisjóðskjörum, sem mörg rnunu vera til 10 ára eða
jafnvel skeinmri tima. Til þess mundi helzta ráðið að
opna riýjan flokk veðdeildnrlána við Búnaðarhankann,
og mætti húast við að til þess yrði að styðjast að
nokkru leyti við erlenda lántöku.
Samkvæmt þessu leyfir nefridin sér því að bera frarn
e fti r fa randi ti llögu r:
Búnaðarþingið heinir þeirri áskorun til Alþingis:
1. Að gera ráðstafanir til þess, að lengja lánstíma fast-
eignaveðslána landhúnaðarins, svo að þeim lánþeg-
um, sem ]iess óska, gefist kostur á framlenging lána
sinna allt upp í 150—40 ár.
18