Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 280
274
BÚNAÐARRIT
2. A6 lctta fyrir lánþegum með vaxtagreiðslur, svo að
vextir, sem þeir þurfa að greiða af fasteignaveðslán-
um í bönkum, sparisjóðum, Söfnunarsjóði Islands
og öðrum opinberum sjóðum, fari ekki fram úr 4%
og að greiddir vextir af lánum Byggingar- og land-
námssjóðs lækki um 1%.
3. Að meðan ekki fæst fjármálaleg aðstaða til þess, að
lánsstofnanir geti veitt fasteignaveðslán, með fram-
angreindum kjörum, eða að hagur landbúnaðarins
batni til stórra muna, þá sé lagður sérstakur
skattur á vexti af innlánsfé í bönkum og sparisjóð-
um, svo og á vexti al' verðbréfum, skuldabréfum og
öðrum bréfum, sem gefa árlega vexti og eru í eign
einstaklinga eða félaga hér innanlands. Skattur
þessi nemi minnst sem svari V3% lækkun á útborg-
uðum vöxtum sparifjárinnstæðu, miðað við núver-
andi innlánsvexti, og minnst sem svarar y3% lækk-
un á vaxtafæti skulda- og verðbréfa, ef véxtir þeirra,
að skattinum frádregnum, eru hærri en 4,5—5%.
Fé það, er þannig myndast, leggist i sérstakan sjóð,
er notast eingöngu til þess að bæta lánakjör, og
greiðist af honum, sem vaxtatillag til lánsstofnana,
svo að fullnægt verði lið 2.“
Atkvæðagreiðslur féllu þannig:
1. og 2. liður samþ. með 11 samhlj. atkv.
3. liður samþ. með 10:3 atkv.
34. Mál nr. 32.
Frv. til laga um breyting á lögum um bændaskóla,
nr. 51, 19. maí 1930, í'lutt á Alþingi 1934 af Þorsteini
Briem, 99. mál, þskj. 4(5.
Nefndin lagði fram till. á þskj. 14(5, þannig:
„Sambliða því að slcírskota til ályktunar síðasta Bún-
aðarþings um framhaldsnám við annanhvorn bænda-
skólann, vill Búnaðarþingið eindregið mæla með því,
að næsta Alþingi samþykkti frumvarp það til laga um